Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28455
Þessi heimildaritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Höfundar framkvæmdu einnig eigindlega rannsókn, sem fólst í ítarlegu viðtali við Soffíu Pálsdóttur, skriftstofustjóra frístundamála, skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hugtökin leiðtogi og forysta eru vel þekkt innan tómstunda- og félagsmálafræðinnar og því þótti höfundum áhugavert að átta sig betur á því hvaða skilgreiningar búa að baki þessum hugtökum. Eitt af meginmarkmiðum rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf og skoðanir Soffíu Pálsdóttur á því hvað helst einkennir leiðtoga á hennar starfsviði. Auk rannsóknarinnar kynntu höfundar sér hvað það felur í sér að vera „leiðtogi“ samkvæmt fræðunum; hvernig það hugtak er greint og túlkað með mismunandi hætti, víddir þess og merkingu og fleiri kunnra hugtaka innan fræðigreinarinnar. Segja má að meginmarkmiðið hafi verið að komast að því hvernig og hvaða leiðtogar eru skilgreindir sem „góðir leiðtogar“; hvað býr að baki slíkri skilgreiningu og hvað einkennir góðan leiðtoga?
Helsta niðurstaða eigindlegu rannsóknarinnar voru röksemdir Soffíu Pálsdóttur fyrir því hvað henni þykir einkenna góða leiðtoga í frístundastarfi. Þær má í stuttu máli draga svo saman: Þeir búa yfir framúrskarandi samskiptahæfni, félagsfærni, sköpun og hafa lag á að ná því besta út úr samstarfsfólki. Það einkennir einnig góða leiðtoga að þeir eru virkir hlustendur, leitandi og lausnamiðaðir. Við teljum að ritgerð þessi komi sér vel fyrir þá sem vilja fræðast meira um leiðtoga og forystu og ritgerðin ætti að henta vel fyrir þá sem leitast eftir því að tileinka sér þá eiginleika sem góðum leiðtoga sæmir.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
LOKAVERKEFNI-BA-Hvað-einkennir-góðan-leiðtoga-PDF (3).pdf | 441,18 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-Edit-ÚTFYLLT.pdf | 149,14 kB | Locked | Yfirlýsing |