Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28457
Verkefnið mitt er 10 eininga lokaverkefni til BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið er tvískipt og skiptist annars vegar í greinargerð sem ber titilinn Sterkir strákar og hins vegar námskeið sem ber sama heiti og byggist á fræðilegum hluta verkefnisins ásamt þeirri þekkingu sem ég hef öðlast undanfarin þrjú ár í námi mínu.
Áhugi minn á þessu viðfangsefni vaknaði þegar ég fór að rýna í það starf sem ég hef unnið við sem lýtur að félags- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga í gegnum árin. Að mínu mati er starf fyrir börn í fimmta til sjöunda bekkjar í grunnskóla ábótavant. Þegar litið er til þess starfs sem fram fer í félags- og frístundamiðstöðvum landsins, er oftast nær minnsta úrvalið fyrir þann aldurshóp.
Námskeiðið er sett upp fyrir drengi á aldrinum tíu til þrettán ára sem eru félagslega óvirkir og glíma við kvíða og félagsfælni og er það hugsað til að virkja þá til þátttöku í félags- og tómstundastarfi. Það getur einnig nýst þeim drengjum sem hafa misst áhugan á félags- og tómstundastarfi á þessum aldri. Námskeiðið á að nýtast starfsfólki félagsmiðstöðva og/eða skóla eða öðru fagfólki sem vinnur með þennan tiltekna drengjahóp. Á námskeiðinu er unnið að því að styrkja mannleg samskipti og félagslega hegðun, að drengirnir læri að þekkja sjálfa sig og öðlast kjark til að stíga út fyrir þægindarammann. Er von höfundar að námskeðið verði nýtt til að styrkja þennan hóp drengja áður en vandamál þeirra ágerast.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Lokaverkefni - Birna D. Birnir - Sterkir Strákar 2017.pdf | 608.05 kB | Lokaður til...01.05.2070 | Greinargerð | ||
BA Námskeið - Sterkir strákar - Birna Daðadóttir Birnir copy.pdf | 936.75 kB | Lokaður til...01.05.2070 | Fylgiskjöl | ||
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf Birna.pdf | 174.53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |