is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28461

Titill: 
  • ,,Þetta er bara skemmtunin" : sjónarhorn og reynsla ungs fólks af áfengis og vímuefnaneyslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn er að skoða hvaða hlutverki áfengi- og vímuefni gegna í lífi unglinga. Unglingsárin er mikilvægur tími hjá unglingum og mikill þroski fer fram á þessum árum hjá einstaklingum. Í þessu verkefni verður leitast við að fá svör við ýmsum spurningum sem snúa að unglingum og þeim áskorunum sem einstaklingar þurfa að takast á við á unglingsárunum. Nálgunin að viðfangsefninu er sjónarhorn mótunarhyggju (e. social constructionism). Í þessari rannsókn verður m.a. leitað álits unglinga á áfengis- og vímuefnaneyslu: hvort og þá hvers konar aðgengi þau hafi að áfengi, hvort þau hafi prófað að drekka áfengi eða taka inn vímuefni og hvernig þeim fannst sú reynsla vera.
    Til að afla gagna í þessari rannsókn voru notaðir rýnihópar. Þátttakendur voru unglingar á síðasta ári í grunnskóla og fyrsta ári í menntaskóla þegar viðtölin voru tekin. Skólarnir sem farið var í voru á höfuðborgarsvæðinu. Rýnihópunum var skipt þannig niður að það eru hreinir stelpuhópar og hreinir strákahópar úr hverjum árgangi fyrir sig. Svo voru stelpur og strákar saman í einum rýnihóp úr hverjum árgangi fyrir sig.
    Helstu niðurstöður eru að mikil breyting á sér stað þegar unglingar fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla hvað varðar notkun áfengis. Unglingar eru mun opnari fyrir áfengisneyslu þegar komið er í framhaldsskólann en þar er áfengi talið vera eðlilegur hlutur þegar kemur að skemmtun. Áfengisdrykkjan þjónar mikilvægum tilgangi þegar kemur að liðka fyrir skemmtun og skiptir hún að margra áliti öllu máli þegar unglingar eru að fara út að skemmta sér. Í grunnskólanum hefur áfengið ekki enn öðlast þann sess í lífi unglinganna að hafa mikinn tilgang þar sem tiltölulega fáir eru farnir að drekka áfengi. Rannsóknin gefur ekki tilefni til að álykta að mikið sé um vímuefni meðal unglinga áá þessum aldri en þó kemur það fyrir.
    Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að fá innsýn í líf unglingsins hvað varðar áfengis- og vímuefnanotkun. Raddir unglinganna fá að njóta sín og í kjölfar þess fáum við að skyggnast inn í þeirra heim.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this research is to study the role of alcohol and drugs in the lives of teenagers. Adolescence is an important phase in the life and development of the individual. This project seeks to answer questions regarding teenagers and the challenges they face during their formative years. The research looks for their views on the use of alcohol and drugs: their access to these substances, and their experience as users.
    To gather data focus groups are used in this research. The participants in the research were teenagers who were in their last year of compulsory school, or first year of upper secondary school when the interviews were conducted. The focus groups consisted of one girls-only group in each grade; one boys-only group in each grade; and one group in each grade with both sexes.
    The main results are that during transfer from last year of compulsory school to first year of upper secondary school, a great change takes place in the attitude to the use of alcohol. The teenagers are much more open to drinking alcohol when they have started upper secondary school where alcohol is regarded as a natural part of having fun and taking part in the social life. Access to alcohol is easy. The results do not indicate that drug use is common in this age group, but it does occur.
    The results provide professionals who work with teenagers some insight into teenagers’ experience and attitude towards the use of alcohol and drugs

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal..pdf1.2 MBLokaður til...01.05.2032HeildartextiPDF
Bryndís Jónsdóttir_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf31.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF