is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28465

Titill: 
  • Þróun tvítyngis hjá leikskólabörnum af erlendum uppruna : hlutverk samfélagsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um áhrif samfélagsins á tvítyngi leikskólabarna. Markmiðið með ritgerðinni er að kanna kringumstæður tvítyngis, að skoða betur hvort að viðhorf og gildi samfélagsins tengjast þróun tvítyngis. Sú tenging er skoðuð í gegnum mótun sjálfsmyndar barnsins og félagslegt umhverfi þess. Einnig er hugað að tengslum við félags- sálfræðikenningu Eriksons, félags- og menningarkenningu Vygotskys og vistfræðikenningu Bronfenbrenners. Barnið verður ekki tvítyngt nema það hafi gott vald á móðurmáli sínu og þess vegna er reynt að útskýra hugtökin tvítyngi og móðurmál. Niðurstöður sýndu að samfélagið hefur bæði bein og óbein áhrif á þróun tvítyngis hjá leikskólabörnum af erlendum uppruna. Ýmis viðhorf og gildi í samfélaginu geta hindrað að tvítyngi barna verði virkt. Ef hins vegar samfélagið styður við þróun tvítyngis hjá börnum þá fær það sjálfsörugga og jákvæða borgara sem eru í senn stoltir af uppruna sínum og ánægðir að vera hluti af nýju samfélagi.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed. lokaverkefni-Danijela Zivojinovic- PDF.pdf957.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf104.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF