is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28467

Titill: 
  • Mikilvægi heilbrigðra tómstunda og hreyfingar fyrir sjálfsmynd unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin byggir á fræðilegum heimildum. Markmið höfundar er að varpa ljósi á mikilvægi heilbrigðra tómstunda og hreyfingar fyrir sjálfsmynd unglinga. Hugtökin tómstundir, hreyfing og sjálfsmynd verða útskýrð og sýnt er fram á að uppbyggjandi tómstundir og þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi og almennri hreyfingu eykur lífsgæði og sjálfsmynd unglinga styrkist. Framangreint er skilgreint út frá kenningum og rannsóknum frá íslenskum og erlendum fræðimönnum. Stundi unglingar uppbyggjandi tómstundir og heilbrigðan lífsstíl eru allar líkur til að þeir öðlist almennt betri lífsgæði og að lífsstíllinn fylgi þeim til framtíðar.
    Forvarnargildi tómstundaiðkunar og hreyfingar er ótvírætt og unglingar sem stunda hana reglulega lenda síður í hegðun sem gæti reynst þeim áhættusöm m.t.t. vímuefnanotkunar, offitu, útlitsdýrkunar, netfíknar, áhrifa á námsárangur og brottfall. Allt eru þetta þættir sem hver um sig getur stig af stigi leitt til ennþá lakari sjálfsmyndar. Það er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að styðja vel við tómstunda- og íþróttastarf með tilliti til forvarnargildis. Öflug starfsemi á þessum sviðum hefur áhrif á lífsgæði almennings og getu fólks til að takast á við daglegt líf í síbreytilegu samfélagi. Fjármunir ættu að sparast, bæði í rekstri ríkis og sveitarfélaga, eftir því sem fleiri einstaklingar þroska með sér öfluga sjálfsmynd og lenda síður í aðstæðum sem valdið geta auknum kostnaði fyrir heilbrigðis-, skóla-, félagslega kerfið og íslenskan vinnumarkað.
    Lykilorð: Unglingar, sjálfsmynd, tómstundir, hreyfing og forvarnir.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf215.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerd_Daniel_Birgir.pdf777.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna