is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28468

Titill: 
  • Menningar- og tómstundanámskeið fyrir hælisleitandi konur á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jákvæðar tómstundir hafa áhrif á heilsu, líkama, vellíðan og margt fleira og því er tilvalið að notast við slíkar aðferðir tómstundafræðinnar til að aðstoða konur sem eru hælisleitendur á Íslandi. Tilgangur þessa verkefnis er að hanna tómstundanámskeið fyrir þennan hóp kvenna og með því móti reyna að gera þeim auðveldara fyrir að eiga hér innihaldsríkan tíma á meðan þær bíða eftir svari frá Útlendingastofnun og auka þannig möguleika þeirra á að aðlagast íslensku samfélagi og vera partur af því ef þær fá hér dvalarleyfi. Í greinagerð er fjallað um bakgrunn þessa hóps. Námskeiðið mun fyrst og fremst vera vettvangur þar sem þær fá að gleyma sér um stund svo þær öðlist jákvæða upplifun af dvöl sinni hér á landi. Fjölbreytileiki auðgar samfélagið, þannig getum við lært af ólíkum sviðum út frá reynslu og upplifunum annarra og samfélagið verður þá ekki einsleitt. Mismunandi þekking og innsýn gerir mannfólkinu gott enda sýna rannsóknir að innflytjendur (hælisleitendur) hafa bætt samfélögin í þeim löndum sem þeir hafa sest að í. Því er enginn vafi á því að málefni hælisleitenda varða okkur öll og að nauðsynlegt er að gæta að þeim.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf177.14 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA-Menningar-og-tómstundanámskeið-Davíð-Pálsson.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna