is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28469

Titill: 
  • Fjölbreytt þjálfun til að bæta loftháða afkastagetu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hlaupamenning á Íslandi er alltaf að færast í aukana með hverju árinu. Allskonar afþreying tengd hlaupum er í boði hér á landi, svo sem skokk-/hlaupa hópar, hlaupa hópar á fjöllum og síðan eru maraþon hlaup að verða sífellt vinsælli á Íslandi. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er mjög vinsælt þar sem það hentar fyrir alla að taka þátt í því, unga sem aldna. Einnig eru fleiri viðburðir eins og Powerade sumarhlaupið, miðnæturhlaup Suzuki, Laugarvegs hlaupið – Ultra maraþon (fjallahlaup) og margt fleira. Í mörgum af þeim hlaupa afþreyingum sem eru í boði er notað loftháða kerfi líkamans en það gerir einstaklingum kleift að vinna á ákefð sem þeir geta haldið út til lengri tíma.
    Þolþjálfun eða loftháð þol örvar hjarta- og æðakerfið og einnig öndunarkerfið. Líffæra- og vöðvakerfið getur unnið frá 10 mínútum og allt upp í 2 – 3 klukkutíma. Ákefð í þolþjálfun ætti að vera þannig að hjartsláttur sé á bilinu 140 – 160 slög/mín. Meðal lengd þolþjálfunar inniheldur bæði loftháða- og loftfirrta þolið, báðir þættirnir koma að einhverju leiti að þjálfun sem varir frá 2 – 10 mínútum (Urso, 2014, bls. 111). Magn og ákefð þjálfunar eru hugtök sem haldast í hendur. Ef það er mikið magn þjálfunar þá er ákefðin lítil og svo öfugt. Þættirnir hafa sérstök aðlögunar áhrif á lífeðlisfræðilega þætti og afköst (Bompa og Haff, 2009, bls. 86). Markmið höfundar með þessari ritgerð er að taka saman ýmsar tegundir hlaupaþjálfunar sem geta verið árangursríkar til að auka loftháða afkastgetu einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölbreytt þjálfun til að bæta loftháða afkastagetu - DRM.pdf213.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - DRM.pdf365.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF