is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28470

Titill: 
 • Hreinar tennur skemmast ekki : greinargerð og námsspil um tannvernd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lokaverkefnið „Hreinar tennur skemmast ekki” er 10 ECTS lokaverkefni til B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Lokaverkefnið er tvíþætt og skiptist í námsspilið „Hreinar tennur skemmast ekki“ og greinargerð. Námsspilið er ætlað nemendum í 5.-7. bekk á miðstigi grunnskólans. Spilið er fyrst og fremst ætlað til kennslu í heimilisfræði en getur einnig nýst í aðra kennslu.
  Tannheilsu íslenskra barna hefur verið mjög ábótavant síðastliðin ár og ekki hefur verið næg fræðsla í grunnskólum um þetta mikilvæga efni. Góð tannheilsa er mikilvægur þáttur í líkamlegu heilbrigði og þess vegna er nauðsynlegt að kennarar eigi möguleika á heppilegu kennsluefni um tannheilsu. Við athugun á námsefni sem stuðst er við í heimilisfræðikennslu var námsefni um tannvernd ábótavant. Námsspilið „Hreinar tennur skemmast ekki“ er borðspil með spurningum um tannheilsu og tannvernd.
  Embætti landlæknis hefur gefið út mikið af góðu fræðsluefni sem er aðgengilegt á veraldarvefnum. Því ákvað ég að nota það efni sem til er og er það grunnur að spilinu. Þá er ætlast til þess að kennarar sýni nemendum fræðslumyndband af veraldarvefnum ásamt veggspjöldum áður en nemendur spila. Markmiðið með spilinu er að auka aðgengi kennara að námsefni um forvarnir gegn tannskemmdum.
  Í þessari greinargerð er fjallað um hvernig eigi að kenna börnum tannhirðu. Einnig er útskýrt hvernig tennur eru uppbyggðar, hversu margar tennur við fáum ásamt því hvernig tannskiptin fara fram. Enn fremur er rætt um tannhirðu, áhrif mataræðis á tannheilsu, sýrustig og glerungseyðingu.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreinar-tennur-skemmast-ekki-b.ed greinargerð.pdf1.9 MBLokaður til...13.09.2040GreinargerðPDF
SPILIÐ2.jpg1.92 MBLokaður til...13.09.2040FylgiskjölJPG
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf158.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF