en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28473

Title: 
  • Title is in Icelandic Saman í lífi og starfi : tómstunda- og félagsstarf eldri borgara í Djúpavogshreppi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Að verða eldri borgari er stórt skref fyrir marga. Eldri borgarar eru eins ólíkir og þeir eru margir og hver og einn hefur sínar þarfir og væntingar. Flestir eiga þó sameiginlegt að á þessum árum hætta þeir að vinna og eiga í kjölfarið heilmikinn frítíma sem nauðsynlegt er að verja vel og á sem uppbyggilegastan hátt. Eldri borgarar eru mismunandi til heilsunnar, líkamlega, andlega og félagslega og það er ekki hægt að áætla að það sama gangi yfir alla. Því þarf tómstunda-og félagsstarf að vera fjölbreytt svo hver og einn geti fundið sér tómstundir við hæfi. Í þessari ritgerð er farið yfir helstu þætti tómstunda, tómstundir aldraðra, mikilvægi tómstunda, tómstundahindranir,ferli öldrunar og ýmsar kenningar um öldrun útskýrðar svo lesandi fái sem bestan skilning á því ferli sem eldri borgarar eru að fara í gegnum. Farið verður yfir niðurstöður spurningakönnunar, sem lögð var fyrir eldri borgara í Djúpavogshreppi varðandi áhuga, þátttöku og skoðun á því félagsstarfi sem nú er í boði. Spurningakönnunin innihélt meðal annars spurningar þar sem svarendur gátu merkt við hugmyndir af tómstundum sem þeir gætu hugsað sér að taka þátt í. Út frá niðurstöðum könnunarinnar og fræðunum, sem farið verður í hér fyrir neðan, verður tillaga að tómstunda-og félagsstarfi fyrir eldri borgara í Djúpavogshreppi sett upp með því markmiði að byggja upp gott og blómlegt tómstunda-og félagsstarf, í félagsheimilinu Tryggvabúð á Djúpavogi, því samkvæmt niðurstöðum spurningakönnunarinnar þá er mikil þörf á að bæta starfið sem fyrir er. Titill ritgerðarinnar, saman í lífi og starfi, var eitt af svörum spurningakönnunarinnar þar sem svarandi óskaði þess að allir eldri borgarar gætu verið saman í lífi og starfi. Titillinn á vel við þar sem tilgangur tómstunda-og félagsstarfs byggir meðal annars á því að fá sem flesta til að vera saman í lífi og starfi. Með því að virkja fólk í tómstundum þá er verið að tryggja þeim flestum lífshamingju og forða þeim frá einangrun.

Accepted: 
  • Jun 28, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28473


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Saman í lífi og starfi, tómstunda-og félagsstarf eldri borgara í Djúpavogshreppi.pdf1.91 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
yfirlýsing_drofn.JPG869.76 kBLockedYfirlýsingJPG