is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28474

Titill: 
  • „Það er þar sem sjálfstraustið kemur“ : rannsókn á myndun sjálfsmyndar barna í útinámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknarritgerð þessi er lokaverkefni til BA – gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Gerð var eigindleg rannsókn og var markmiðið með henni að leita eftir því hvort að útinám hafi jákvæð áhrif á myndun sjálfsmyndar hjá ungum börnum. Rannsóknarvettvangurinn var leikskólinn Álfheimar á Selfossi, en sá leikskóli hefur aflað sér mikillar reynslu á sviði útináms. Gerð var athugun á leikskólanum þar sem fylgst var með fjórum börnum bæði inni og úti í leik en einnig voru tekin viðtöl við fjóra starfsmenn. Fræðilegur bakgrunnur ritgerðarinnar byggir á kenningum Dewey, Vygotsky og Piaget, en jafnframt skilgreiningum á þeim hugtökum sem unnið er með eins og útinám, reynslumiðað nám, ígrundun og sjálfsmynd. Rannsóknarspurningin ritgerðarinnar er: Hefur útinám jákvæð áhrif á myndun sjálfsmyndar ungra barna? Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það eru ákveðnar vísbendingar um að útinámið hafi jákvæð áhrif á myndun sjálfsmyndar hjá ungum börnum. Þar sem að athugun leiddi í ljós að sjálfsálit, sjálfsöryggi og trúin á eigin getu var mun meiri hjá börnunum í útináminu heldur en inni. Einnig studdu viðtöl við starfsmenn þær niðurstöður. Niðurstöðurnar gefa, vonandi þeim sem vinna að öflugu útinámi barna, byr undir báða vængi, í að halda þeirri vinnu áfram.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dröfn_Jónsdóttir_Lokaverkefni.pdf971 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Dröfn_Jónsdóttir_yfirlýsing.pdf96,18 kBLokaðurYfirlýsingPDF