is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28475

Titill: 
  • „Fallegt í orði en erfitt á borði“ : viðhorf samfélagsgreinakennara til nýrra áherslna í samfélagsgreinahluta aðalnámskrár frá 2011/2013
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í aðalnámskrá grunnskóla birtist menntastefna samfélagsins og hefur hún það hlutverk að leggja línurnar fyrir skólastarf og stýra því. Núgildandi aðalnámskrá grunnskóla frá 2011/2013 kom með breyttar áherslur sem enn er verið að innleiða og skiptar skoðanir eru um. Markmið ritgerðarinnar er því að leita svara við því hver viðhorf samfélagsgreinakennara séu til nýrra áherslna samfélagsgreinahluta gildandi aðalnámskrár 2011/2013, greina niðurstöðurnar með hliðsjón af flokkunarkerfi Michael Schiro (2008) í námskrárfræðum og jafnframt að kanna hvort kennarar telji að þessar breytingar í gildandi aðalnámskrá hafi haft áhrif á kennslu og kennsluhætti þeirra. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð í formi hálfopinna einstaklingsviðtala við fimm samfélagsgreinakennara á unglingastigi úr fimm grunnskólum landsins. Helstu niðurstöður rannsóknar benda til að það sé ákveðin gjá milli hinnar áætluðu námskrár (aðalnámskrá) og þeirrar virku (námskráin í framkvæmd) hjá samfélagsgreinakennurum. Eins virðist vera óánægja með ákveðnar breytingar eins og breytt námsmat. Betur hefði átt að standa að innleiðingunni en kennarar hafa að einhverju leyti breytt kennsluháttum sínum með tilkomu breyttra áherslna í aðalnámskrá frá 2011/2013. Við greiningu á viðhorfi kennara til aðalnámskrár með hliðsjón af flokkunarkerfi Michael Schiro (2008) kom í ljós ákveðin skörun þar sem meirihluti þeirra upplifir samfélagsgreinahluta gildandi aðalnámskrár sem nemendamiðaða og umbótamiðaða námskrá.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed_lokaritgerð_Einar_Þór.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Einar_Þór.pdf29.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF