is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28476

Titill: 
  • Þróun í menntun og störfum þroskaþjálfa : og staðan í dag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Í upphafi þessa árs var kynnt skýrsla vistheimilanefndar um Kópavogshæli. Það er óhætt að segja að lýsingar á aðstæðum fólks sem þar bjó hafi vakið óhug og reiði meðal almennings. Það sama má segja um sumt af því er fram kemur í lífssögum og viðtölum sem tekin hafa verið við fatlað fólk í gegnum tíðina. Við þurfum að þekkja söguna og þá erfiðu baráttu og aðstæður sem að fatlað fólk hefur lifað við. Mikil söguleg þróun hefur átt sér stað í málefnum fatlaðs fólks, sem hefur orðið til þess að lögum hefur verið breytt og þjónusta bætt. Í verkefni þessu er sjónum beint að þróun í málefnum fatlaðs fólks frá árinu 1936 þegar fyrstu lög voru sett er vörðuðu þennan málaflokk. Jafnframt verður horft til þeirrar þróunar sem orðið hefur á störfum þroskaþjálfa í áranna rás. Segja má að ein mikilvægasta breytingin sem hefur átt sér stað á störfum þroskaþjálfa frá því að Gæslusystraskóli Íslands var stofnaður, séu þau hlutverkaskipti sem orðið hafa. Hlutverk þeirra hefur þróast frá gæslu- og umönnunarstörfum yfir í réttindabaráttu, réttindagæslu og að styðja fatlað fólk til valdeflandi þátttöku í eigin lífi. Í upphafi voru störf þroskaþjálfa bundin við stofnanir en hafa með tímanum þróast til fjölbreyttra starfa innan búsetuþjónustunnar, í skólakerfinu og í almennri þjónustu fyrir fatlað fólk víðar í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokayfirferd.ElfaBjörk-b-snidmata4_ritver2017-04.pdf953.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
FullSizeRender.jpg59.16 kBLokaðurYfirlýsingJPG