Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28477
Orðaforði liggur til grundvallar lesskilningi, en rannsóknir hafa sýnt að orðaforði barna í fjórða bekk spáir fyrir um framfarir þeirra í lesskilningi. Foreldrar eru í mikilvægu hlutverki að efla orðaforða barna sinna en mikill einstaklingsmunur hefur komið fram strax á unga aldri. Þar hafa kennarar tækifæri til að grípa inn í og koma til móts við þá sem standa illa á þessu sviði.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort og hvernig foreldrar og kennarar stuðla að eflingu orðaforða barna og hvaða leiðir þeir fara til þess. Rannsóknin er eigindleg og um tilviksrannsókn er að ræða. Gagna var aflað með fjórum einstaklingsviðtölum við tvær mæður og tvo kennara sex ára barna. Niðurstöður voru skoðaðar og bornar saman við það sem fræðimenn og fyrri rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt sé að gera til að stuðla að góðum orðaforða barna heima og í skóla.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að mæðurnar leggi mismikla áherslu á að efla orðaforða barna sinna og sú málörvun sem börnin hljóta á heimilunum er mismunandi. Væntingar mæðranna til grunnskólans voru einnig ólíkar. Önnur móðirin ætlaðist ekki til þess að börnin lærðu ný orð í skólanum en hin bar miklar væntingar til skólans hvað varðar orðaforðakennslu. Kennararnir í rannsókninni voru meðvitaðir um mikilvægi þess að börn búi yfir ríkum orðaforða meðal annars fyrir áframhaldandi nám en fara ólíkar leiðir til þess að efla orðaforða nemenda sinna. Þeir upplifa mikinn einstaklingsmun milli nemenda í orðaforða við upphaf grunnskólagöngunnar. Annar kennarinn sagði það mjög erfitt að grípa inn í slakan orðaforða barna en hinn sagðist leggja mikla áherslu á að efla orðaforða nemenda sinna.
Vocabulary is the key to reading comprehension. Research has shown that fourth grade vocabulary predicts the development of reading comprehension and that parents play an important role when it comes to improving their children’s vocabulary. The learning process can be very different between one child to another and teachers must try to find a way to meet the needs of all students.
The main purpose of this study is to research if and how parents and teachers improve and expand the vocabulary of children in elementary schools. This is a qualitative study and a case study where the data was collected from four individual interviews with two mothers and two first grade teachers. The results of the study were compared to previous research findings, which indicate what is important to do to boost children’s vocabulary skills, both at home and in school.
The results indicate that the mothers put different emphasis on strengthening their children’s vocabulary and thus the language stimulation at home varies. The mothers´expectations towards the elementary school were also different. One of them did not expect that the children learned new words at school, but the other expressed great expectations towards the school in terms of expanding their vocabulary. The teachers acknowledged the importance of developing a strong vocabulary, but the teachers had differed methods for teaching vocabulary. The teachers experienced vast individual differences between students’ vocabulary at the beginning of compulsory school. However, one teacher said it was very difficult to improve poor vocabulary, whereas the other emphasized the importance to strengthen it.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerðin - skil.pdf | 1.62 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 111.12 kB | Lokaður | Fylgiskjöl |