Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28479
Lokaverkefni þetta fjallar um reynslu trans ungmenna af skólagöngu sinni og upplifun þeirra af því að vera trans á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að öðlast dýpri skilning á þeim margbreytileika sem fyrirfinnst í hverju skólasamfélagi og nýta þann skilning til þess að gera skólann að öruggari og betri stað fyrir alla.
Niðurstöður verkefnisins eru unnar út frá eigindlegum viðtölum sem tekin voru við sex trans einstaklinga á aldrinum 20-35 ára, á tímabilinu 2013-2015. Hvert viðtal var um klukkutíma langt og notast var við snjóboltaúrtak til þess að ná til viðmælenda. Þrátt fyrir að um fáa viðmælendur sé að ræða, þá ríma niðurstöður mínar við niðurstöður annarra rannsókna á þessu sviði. Við úrvinnslu gagnanna voru sérstaklega skoðuð orð þátttakenda, svipbrigði þeirra og framkoma. Þar sem þýðið trans er svo lítið hér á landi eru veittar mjög takmarkaðar upplýsingar um viðmælendur til að vernda þeirra einkalíf. Við gagnagreiningu var notast við félagslegar mótunarkenningar og hugtakið sjálfsmynd ásamt því að flétta niðurstöðurnar saman við stefnu skóla margbreytileikans og nýja aðalnámskrá grunnskóla. Transfælni var einnig skoðuð, svo og umfjöllun fjölmiðla um trans. Hugtök sem tengjast trans eru skilgreind; svo sem transgender, transsexual, kynvitund og kyntjáning o.fl.
Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að viðmælendur mínir upplifðu miður góða skólagöngu. Einelti og útskúfun var algeng sem og úrræðaleysi skólasamfélagsins. Þekkingu töldu þeir vera helsta vopnið gegn fordómum og bjóða samtökin Trans Ísland upp á fræðslu fyrir skóla og vinnustaði. Skýrt er kveðið á um það í aðalnámskrá grunnskóla að efla eigi einstaklinginn sjálfan samhliða bóknámi og rækta sjálfsmynd, lýðræði og umburðalyndi nemenda.
Með þessa vitneskju í farteskinu er von mín að með þessu verkefni leggi ég lóð mín á vogarskálarnar til að skapa betra og fordómaralausara samfélag þar sem allir geta tekið þátt og allir geta verið eins og þeir eru. „Þú vilt bara vera þú“ (Salka).
The subject of this thesis is trans youths‘ experience of schooling and of being trans in Iceland. The aim of the project is to gain a deeper understanding of the diversity that exists in each school community and to use that understanding to make the school a safer and better place for everyone.
The project‘s findings are based on qualitative interviews with six trans individuals aged 20-35 years, taken in the period 2013-2015. Each interview was about one hour long and used a snowball sampling method to find the participants. Despite the small number of participants the results should be significant since this is a qualitative study. While analysing the data special attention was paid to the participants‘ words, facial expressions and overall conduct. Since the trans population in Iceland is so small, limited information about the participants is provided for to protect their privacy.
The analysis is based on social constructionism theories and the concept of identity, in addition to integrating the results with the School of diversity policy (Skóli margbreytileikans) and the new national curriculum for elementary schools. Transphobia was also examined as well as media coverage of trans. Concepts related to trans are defined, such as transgender, transsexual, gender identity and gender expression to name a few.
The main findings are that the participants experienced less than good schooling. Bullying and exclusion was common and so was the helplessness of the school community. Knowledge was considered to be the most effective weapon against prejudice as the organization Trans Iceland offers educational opportunities for schools and workplaces. The national curriculum for elementary schools provides expressly for the empowerment of the individual together with academic learning and for cultivating self identity, democracy and tolerance among students.
With all this in mind it is my hope that with this project I will make a contribution towards a better and more tolerant society, where everyone can participate and be as they are. „You just want to be you.“ (Salka)
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elisa_Davidsdottir_vor_2017.pdf | 1.45 MB | Lokaður til...31.05.2113 | Heildartexti | ||
2017_05_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_31.05.17.pdf | 208.75 kB | Lokaður | Yfirlýsing |