Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28480
Undanfarin ár hefur ofþyngd og offita meðal unglinga aukist um allan heim meðal annars vegna hreyfingarleysis og mataræðis. Rannsóknir sýna að mataræði unglinga inniheldur mikið af sykri og þá sérstaklega í formi gosdrykkja og lítið af trefjaríkum mat eins og grænmeti og ávöxtum. Fæðuhegðun unglinga mótast af samspili persónu- og umhverfisþátta sem dæmi má nefna viðhorf, ákveðni og áhrif frá fjölskyldu og vinum.
Umfjöllunarefni þessarar rannsóknarskýrslu eru tengsl fæðutengdra viðhorfa og fæðuvals. Einnig eru skoðuð tengsl fæðutengdra viðhorfa við annars vegar upplifun á eigin holdafari og hins vegar við megrun. Ásamt því er kynjamunur milli fæðutengdra viðhorfa athugaður. Rannsókn þessi er hluti af rannsóknarverkefninu Heilsuefling í framhaldsskólum (HeF). Notast var við spurningar úr ítarlegum spurningalista sem tengdust mataræði (út frá samsettum hollustustuðli byggðum á átta þáttum í fæðuvali, HS og fimm þáttum tengdum óhollu fæðuvali, ÓS) og viðhorfum og einskorðaðist athugunin við 16 ára unglinga (n = 362). Krosstöflur voru gerðar í SPSS til að kanna tengsl milli breyta og kíkvaðrat próf notað til að kanna hvort um marktækan mun væri að ræða milli hópa (p <0,05).
Niðurstöður sýndu að stúlkur voru líklegri til að hafa neikvæð fæðutengd viðhorf (p <0,001). Stúlkur fengu frekar samviskubit við að borða sætindi, borðuðu meira ef um streitu eða vanlíðan var að ræða og höfðu frekar farið í megrun. Drengir voru almennt sáttari með eigin matarvenjur. Kynjamunur var á upplifun á eigin holdafari (p <0,001). Um helmingur stúlkna taldi sig of þungar en 22% drengja. Drengir skoruðu hærra á hollustukvarða (HS) en stúlkur (p = 0,002), en 32% drengja fengu yfir fimm á HS á móti 18% stúlkna. Fæðutengd viðhorf höfðu að litlu leyti áhrif á fæðuval, en eini munurinn fannst hjá stúlkum á milli HS og sátt við eigin matarvenjur (p = 0,019). Þær stúlkur sem töldu sig of þungar voru líklegastar til að upplifa samviskubit við að borða sætindi (p <0,001), að borða meira ef um vanlíðan var að ræða (p <0,001) og að hafa farið í megrun (p <0,001). Hjá stúlkum voru einnig tengsl á milli þess að hafa farið í megrun og þessara sömu viðhorfsþátta. Hjá drengjum voru tengsl milli álits á eigin holdafari við megrun (p <0,001) og sætti við eigin matarvenjur (p <0,001). Hjá drengjum fundust einnig tengsl milli megrunar og sátt við matarvenjur, drengir sem höfðu ekki farið í megrun voru almennt sáttari með matarvenjur sínar (p = 0,016).
Neikvæð sjálfsmynd með tilliti til holdafars og að hafa farið í megrun auka líkur á að hafa neikvæð fæðutengd viðhorf, sérstaklega hjá stúlkum. Það sem mögulega hafði áhrif á niðurstöður var að stór hluti drengja stunduðu íþróttir en samkvæmt rannsóknum er talið að einstaklingar sem æfa íþróttir borði almennt hollara. Í sambandi við álit á eigin holdafari geta viðmið samfélagsins haft áhrif, þar sem áhersla er lögð á stærri og vöðvastæltari líkama hjá drengjum en grannan líkama hjá stúlkum. Mikilvægt er að leggja áherslu á holla fæðu og heilbrigði í stað útlits og þyngdar með því markmiði að bæta líkamsímynd unglinga og um leið jákvæðari heilsuhegðun.
In recent years overweight and obesity has increased due to less physical activity and dietary changes. Researches show that adolescents diet contains too much of added sugar especially in the form of soda and not enough fiber-rich food like fruits and vegetables. Food behavior is shaped by a complex interaction of personal and environmental factors like attitudes, determination and impact of family and friends.
The subject of this research is the relationship between food related attitudes and food choice, as well as the interaction between the attitudes with both body image and the pursuit of weight-loss. This research is a part of the longitudal Health Promoting High Schools study (HeF, Heilsuefling í framhaldsskóla). Questions that were related to attitudes were used and a healthy (HS) and unhealthy (ÓS) dietary score calculated based on food frequency questionnaire. Participants were 16 years old (n = 362). Cross-tabs were made in SPSS to examine the relationship between variables and chi square test to estimate a significant difference (p <0,05).
The results showed that girls were more likely to have negative attitudes towards food (p <0,001). Girls would rather; feel guilty about eating sweets, eat more if they felt stressed or bad and were more likely to have been on a diet. Boys were more satisfied with their eating habits. There was as well a gender difference between body image (p <0,001), about half of the girls thought they were too heavy and 22% of the boys. Boys more frequently had a high healthy eating score (HS) compared with girls (p = 0,002); 32% of boys had more than five points on the HS and 18% of girls. Food related attitudes had little to no impact on food choice, but significant difference was found between HS and satisfaction with food habits among girls (p = 0,019). Girls that looked at themselves as too heavy were more likely to feel guilty about eating sweets (p <0,001), eat more if they felt stressed or bad (p <0,001) and to have been on a diet (p <0,001). A difference was found between diet and the same food related attitudes among girls. For boys, difference was found between body image and both diet (p <0,001) and satisfaction with eating habits (p <0,001). Also there was an association between diet and satisfaction with eating habits; boys that had not been on a diet were generally more satisfied with their eating habits (p = 0,016).
Poor body image and the pursuit of weight-loss increases the likelihood of having negative attitudes towards food, especially among girls. A big proportion of the boys participated in sports which possibly alters the results, because it may increase the likelihood of choosing a healthy diet. When it comes to body image, it is related to cultural and community values, preferring thin girls and muscular boys wich may explain findings to some degree. It’s important to emphasize the value of being healthy, removing the focus from physical appearance and weight, with the aim of improving body image among adolescents and along side it more positive health behaviors.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skil M.Ed. Elísa Sveins Pdf.pdf | 608,73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 107,07 kB | Lokaður | Yfirlýsing |