is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28481

Titill: 
  • Ég get og skal : um leiklist í skólastarfi og sjálfstraust barna og ungmenna
  • Titill er á ensku I can, and I will : drama in education and youths' confidence
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Æska nútímans hrærist æ meira í samfélagi sem litað er af samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlunum fylgja staðalímyndir og gildi sem kunna að hafa neikvæð áhrif á sjálfstraust og hálfmótaða sjálfsmynd barna og ungmenna. Að mati höfundar verður að sporna við þessari þróun með því að efla gagnrýna hugsun barna og ungmenna, ýta undir sjálfstæði þeirra og efla sjálfstraust þeirra. Markmið þessa verkefnis er að dýpka skilning höfundar og annarra kennara á mikilvægi þess að í skólum sé unnið markvisst að því að sjálfstraust barna og ungmenna eflist. Jafnframt er markmiðið að leggja til kennsluefni sem gæti stutt kennara við þá vinnu. Verkefnið samanstendur af greinargerð og rafrænum hugmyndabanka. Greinargerðin fjallar um mikilvægi sjálfstrausts barna og ungmenna. Haft er til hliðsjónar fræðilíkan farsællar þroskaframvindu ungmenna sem sýnir sjálfstraust sem einn af fimm grunnþáttum þeirrar framvindu. Útlistað er hvernig leiklist í skólastarfi getur verið úrræði til farsællar þroskaframvindu. Þá er regnhlífarhugtakið leiklist í skólastarfi útskýrt auk hugtakanna leikræn tjáning, leiklist í kennslu og leiklist sem námsgrein sem öll eiga heima undir regnhlífarhugtakinu. Við leit að svörum við rannsóknarspurningum eru fræðilegar heimildir kannaðar. Í rafræna hugmyndabankann geta kennarar sótt sér leikrænar æfingar og heildstæð ferli til að vinna markvisst að því að auka sjálfstraust nemenda. Efnið er bæði hægt að nýta við kennslu ólíkra námsgreina og sem lið í leiklistarkennslu. Ferlin bjó höfundur ýmist til frá grunni eða byggði á ferlum frá öðrum og aðlagaði þau með styrkingu sjálfstrausts í huga. Hugmyndabankinn er þannig settur upp að kennari á auðveldlega að geta fundið leikrænt ferli eða æfingu sem hentar aldursstigi nemendahóps, prentað það út og tekið með sér í kennslustund sér til halds og trausts. Í hverju ferli og æfingu kemur fram hvaða lykilhæfni og hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla er unnið að, tímaáætlun er gefin og hentugt rými tilgreint auk þess sem þörf hjálpargögn eru talin upp.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiklist í skólastarfi. Hugmyndabanki með leikrænum kennsluaðferðum - Lokaskil.pdf1.87 MBOpinnHugmyndabankiPDFSkoða/Opna
ÉG GET OG SKAL. Um leiklist í skólastarfi og sjálfstraust ungmenna - Lokaskil..pdf1.09 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Elísabeth Lind Yfirlýsing, skilað með M.Ed. á Skemmuna.pdf206.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Þessari greinagerð fylgir rafrænn hugmyndabanki sem er á þessari vefslóð: https://leiklistiskolastarfi.wordpress.com/