is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28483

Titill: 
  • Læsi á náttúrufræðitexta : skilningur hóps nemenda á unglingastigi á orðum í náttúrufræðitexta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið snýst um orðskilning nemenda þar sem athugaðar eru heimildir um orðskilning og læsi nemenda. Einnig er skoðað orðskilning hóps nemenda á unglingastigi grunnskóla til þess að skoða stöðu þeirra. Þeir lesa texta um orku og orkuhugtök sem er skrifaður fyrir unglingastig. Þannig verður hægt að sjá hvort orðskilningur þeirra eða læsi sé raunverulega eins og höfundar kennslubókarinnar gera ráð fyrir. Verkefnið gæti nýst starfandi kennurum við kennslu sem beinist meira að skilningi nemenda á efninu í gegnum bættan orðskilning. Einnig gæti verkefnið nýst höfundum kennslubóka og námsskráa og þ.a.l. haft góð áhrif á nám nemenda.
    Ásamt orðskilningi er skoðað hvaða orð nemendum finnst vera mikilvæg í fræðitexta. Hvort nemendur nái yfir höfuð að koma auga á mikilvæg orð og þ.a.l. mikilvæg atriði í texta sem þau lesa. Til þess að nemendum gangi vel að læra fyrir próf og svara verkefnum þurfa þau að geta séð hvað er mikilvægt og hvað ekki á meðan þau lesa.
    Til viðbótar við þá rannsókn sem gerð var verða lagðar fram tillögur að kennslu sem gætu hagnast nemendum sem eiga erfitt með orðskilning. Kennsluhugmyndir eru að finna víða í fræðilega kaflanum sem lausn að ýmsum erfiðleikum sem kennari vill finna mögulegar lausnir á. Enn fleiri kennsluaðferðir eru settar fram í niðurstöðukafla verkefnisins. Kennsluaðferðirnar voru valdar út frá niðurstöðunum, þannig að aðferðin hefur bein áhrif á það sem niðurstöðurnar sýna að nemendur þurfa á að halda í kennslu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.lokaskil.24.05.2017.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.undirskrift.24.05.2017.pdf41.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF