is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28485

Titill: 
  • Orðaþröskuldur íslenskra grunnskólanemenda á miðstigi : hlutfall þekktra orða í náttúrufræðitexta og lesskilningur
  • Titill er á ensku The lexical threshold of Icelandic compulsory school students : percentage of known words in a science text and reading comprehension
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sterk tengsl eru á milli lesskilnings og orðaforða en rannsóknir hafa sýnt að stærð orðaforða getur spáð fyrir um hraða framfara í lesskilningi. Slakur lesskilningur nemenda á miðstigi getur haft veruleg áhrif á námsgengi þeirra og lífsgæði í framtíðinni enda er það sá tími sem orðaforði námsefnisins þyngist. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur þurfa að skilja 95–98% orða í texta til að ná fullnægjandi lesskilningi en ekki er vitað til að slíkur orðaþröskuldur hafi verið skoðaður hér á landi. Þar sem niðurstöður PISA- kannana undanfarinna ára benda til að íslenskum ungmennum fari stöðugt aftur í lesskilningi og læsi á náttúruvísindi er mikilvægt að kanna nánar tengsl á milli orðaforða og lesskilnings íslenskra grunnskólabarna. Slíkar upplýsingar geta varpað ljósi á mismunandi forsendur til náms og dregið fram vænlegar leiðir til árangurs. Því var leitað svara við því hversu hátt hlutfall orða í náttúrufræðitexta nemendur í fimmta og sjötta bekk þyrftu að skilja til að ná a.m.k. 70% lesskilningi. Lagt var upp með að lýsa tengslum orðskilnings og lesskilnings og kanna að hvaða marki orðskilningur skýrði mun á árangri í lesskilningi þegar tekið hafið verið tillit til hugsanlegs munar á milli kynja og árganga. Texti úr útbreiddu og mikið notuðu námsefni í náttúrufræði var lagður til grundvallar og áttu nemendur (n = 253) að strika undir öll orð sem þeir töldu sig ekki skilja. Lesskilningspróf og orðskilningspróf úr textanum var lagt fyrir í kjölfarið. Niðurstöður sýndu að sterk ólínuleg tengsl voru á milli orð- og lesskilnings. Orðskilningur skýrði 53,7% af dreifingu lesskilnings og tölfræðilega marktækan mun á lesskilningi á milli árganga. Eins þurftu nemendur að skilja 97,8% orða í texta til að svara a.m.k. 70% lesskilningsspurninga rétt. Það samræmist fyrri rannsóknum og sýnir að skilja þarf flest orð í náttúrufræðitexta til að geta lesið á sjálfstæðan hátt og náð góðum lesskilningi. Því er mikilvægt að auka reglulega orðaforða nemenda, hafa stíganda í orðaforða námsefnisins og gæta að orðavali. Gefa þarf orðaforðanámi aukinn tíma í kennslu með tilheyrandi stuðningi stefnumarkandi aðila.

  • Útdráttur er á ensku

    Vocabulary relates strongly to reading comprehension, and vocabulary size can predict the rate of growth in reading comprehension. In middle school, the vocabulary in classroom material becomes more demanding, so poor reading comprehension begins to have a greater impact on children‘s ability to learn. Research has shown that understanding 95-98% of the words in a text is necessary for adequate reading comprehension, but this lexical threshold has not been investigated with Icelandic learners. Recent results from the PISA assessment show that Icelandic, 15 year-old students‘ reading comprehension and literacy in science is rapidly decreasing. It is important to explore these relationships because they can provide insight into and information about children‘s ability to learn and shed light on promising methods. This research focuses on how much lexical coverage 10-12 year-old students need for adequate reading comprehension of a science text. The nature of the relationship between word understanding and reading comprehension was investigated, along with how vocabulary influences the disparity in reading comprehension between gender and age groups. Two hundred fifty-three, 10-12 year-old students in Icelandic compulsory schools participated. They read a widely-used, science teaching text for their age. They underlined words they identified as unknown and then answered comprehension questions and took a vocabulary test. The data indicates a strong, statistically significant, nonlinear relationship between word understanding and reading comprehension. Vocabulary explained 53,7% of the variance in reading comprehension and the significant dissimilarity between age groups. The lexical threshold was at 97,8% coverage for at least a 70% reading comprehension. The Icelandic results are within the expected range from previous studies in that students need to understand the majority of the words in a science text to extract its meaning. Step-by-step increases in vocabulary should occur both in classroom material and through active teaching if children are to read texts independently.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf144.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Erla_Lind_orðaþröskuldur.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna