is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28486

Titill: 
  • „Það er góður matur sem þýðir góður dagur" : upplifanir, tilfinningar og reynsla barna af skólamáltíðum í grunnskóla
  • Titill er á ensku "Good food means it‘s a good day" : children‘s experience, feelings and perceptions of mealtime in primary school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skólamáltíðir leika stórt hlutverk í lífi grunnskólabarna og þess vegna er mikilvægt að afla upplýsinga um hvað það er sem hefur áhrif á upplifanir þeirra til þess að hægt sé að læra af reynslunni og bæta fyrirkomulag matmálstíma sé þess þörf. Markmið þessarar rannsóknarskýrslu er að varpa ljósi á það hver upplifun barna er af skólamáltíðum og hvað það er sem hefur áhrif á upplifun þeirra. Rannsóknarspurningarnar sem leitast verður eftir að svara eru eftirfarandi: 1) Hver er upplifun barna af skólamáltíðum? 2) Hvaða þættir í frásögnum barnanna tengjast helst jákvæðri og/eða neikvæðri upplifun þeirra? Þessi atriði voru skoðuð með því að greina upplifunarsögur sem nemendur skrifuðu, ýmist jákvæðar eða neikvæðar, sem fjölluðu um eitthvað sem var líklegt til að gerast í þeirra skóla í hádeginu. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir þættir sem tengjast helst jákvæðri upplifun grunnskólabarna af skólamáltíðum voru góð líðan í matsalnum og rólegt umhverfi, að maturinn sem boðið væri upp á væri góður, að skipulag í matsalnum sé gott, að fá að sitja með vinum í matsalnum og ef eitthvað skemmtilegt gerðist í matsalnum. Þeir þættir sem tengdust neikvæðri upplifun skólabarna voru mikill hávaði, vondur matur, langar raðir, að lítill tími væri gefinn til að matast, að þau fengju ekki að sitja með vinum sínum og ef eitthvað leiðinlegt eða niðurlægjandi gerðist í matsalnum. Þessar niðurstöður geta nýst skólastjórnendum og öðru starfsfólki grunnskóla til þess að bæta skipulag og þar með upplifanir barna af skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Af niðurstöðum að dæma mætti gera það meðal annars með því að láta færri börn matast í einu, gefa börnum meiri tíma til að matast og bjóða upp á frjálst sætaval.

  • Útdráttur er á ensku

    School meals play a big part in the lives of primary school children. It is important to gather information on what children are influenced by, learn from the experience and change the arrangements regarding school mealtimes if necessary. The objective of this study is to gain a clearer perspective of how children experience school mealtime and how they are influenced by it. This was investigated by analyzing empathy based stories that primary school children wrote from their perspective, either positive or negative. They wrote about something that could happen during their mealtime. The research questions in this study were the following: 1) How do children experience mealtimes in schools? 2) Which factors have a positive or negative influence on children‘s experiences? The results show that the general wellbeing, along with the atmosphere, the food and the table organization in the cafeteria, as well as social interactions, influence the children in the school cafeteria. Negative impacts include noisiness, bad food, long ques, too little time to eat, not being allowed to eat with their friends. These results can be of use to school administrators and other staff of primary schools to reorganize the arrangements regarding school mealtimes to have a positive impact on children‘s perceptions of school mealtimes. The results indicate that letting in smaller groups of students to the cafeteria would decrease noise and line length. This, combined with longer mealtimes and free choice of seating would positively effect how students experience their meals at school.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er góður matur sem þýðir góður dagur.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Erna_Stefnisdottir_Yfirlýsing.pdf31.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Erna_Skemman yfirlýsing.pdf237.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF