is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28489

Titill: 
 • Skólatengd líðan barna : rannsókn á skólatengdri líðan barna með og án sérþarfa að mati foreldra
 • Titill er á ensku Well-being in school among students, with or without special needs, according to their parents.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Gerð var spurningakönnun til að skoða skólatengda líðan nemenda með og án sérþarfa að mati foreldra. Könnunin var hluti af stærri rannsókn sem miðar að því að skoða áhrif breyttra kennsluhátta á nám, líðan og sjálfsmynd nemenda með sérþarfir. Skólatengd líðan er einn þáttur lífsgæða barna sem meðal annars er hægt að meta með svörum foreldra um líðan barna sinna. Spurningalisti var sendur með tölvupósti til foreldra allra nemenda í 4.-7. bekk tveggja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, samtals 421 nemanda með eða án sérþarfa. Gild svör bárust frá foreldrum 327 barna og svarhlutfall því 77,7%. Rúmlega 30% nemenda voru með sérþarfir að mati foreldra sinna. Gögnum var safnað með spurningum um skapferli, líðan og skóla og nám, en spurningarnar voru meðal annars fengnar úr Kidscreen-52 og KINDL, en það eru listar sem meta lífsgæði barna.
  Markmiðið með rannsókninni var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: a) Hvernig er skólatengd líðan barna með sérþarfir að mati foreldra þeirra? b) Er munur á mati foreldra á skólatengdri líðan barna með sérþarfir samanborið við mat foreldra jafnaldra án sérþarfa? og c) Er munur á mati foreldra á skólatengdri líðan barna með sérþarfir eftir því hvort þau fá sérkennslu eða ekki?
  Úrvinnsla gagna fór fram með töflureikniforritunum Excel og SPSS. T-próf tveggja óháðra úrtaka var notað til þess að reikna út hvort um marktækan mun milli hópa væri að ræða. Einnig var lýsandi tölfræði reiknuð.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að skólatengd líðan barna með sérþarfir er ekki eins góð og hjá börnum án sérþarfa, að mati foreldra. Ætla má að skólatengd líðan tíunda hvers barns með sérþarfir sé slæm og ánægja þess í skóla sé lítil. Ennfremur virðist skólatengd líðan barna með sérþarfir, sem eru í sérkennslu, betri heldur en hjá börnum með sérþarfir sem ekki eru í sérkennslu, að mati foreldra.
  Niðurstöður benda til að líðan nemenda með sérþarfir er almennt verri en jafnaldra án sérþarfa að mati foreldra, en að líðan sé metin heldur betri meðal þeirra sem fá sérkennslu.

 • Útdráttur er á ensku

  This study explored students’ well-being at school, according to their parents. It was part of a larger study where the aim was to assess the effects of two teaching methods on academic achievement, self-concept, self-efficacy and well-being of students with academic difficulties.
  Students’ well-being in school is one aspect of their quality of life and can be assessed through parents. Participants were parents of 421 children with or without special needs in grades 4 to 7. Parents of 327 students or 77,7% answered the questionnaire. About 30% of the participants stated that their child had special needs. Students’ well-being was assessed through an online questionnaire where parents answered selected questions from the parent versions of Kidscreen-52 and KINDLR, which are questionnaires used to assess childrens’ quality of life.
  The aim of this study was to answer three questions: a) How do parents of students with special needs rate their children’s well-being in school? b) Does the well-being of students with special needs differ from that of students without special needs? c) Does the well-being of students with special needs differ depending on whether they receive special education services or not?
  The computer programs Excel and SPSS were used for data analysis. A two-sample t-test assuming unequal variances was performed to compare the groups. Significant differences were found between students with special needs and students without special needs regarding parental assessment of their feelings, general mood at school, indicating greater well-being among students without special needs. Significant differences were also found between parental assessment of the well-being of children with special needs depending on whether they received special education or not. Scores regarding feelings and general mood in school were higher amongst students with special needs receiving special education, indicating greater well-being in that group compared to students with special needs, not receiving special education.
  Findings indicate that according to parents, students’ well-being is worse among students with special needs than their peers, but students with special needs receiving special education feel better than those not receiving special education.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skólatengd líðan barna-Eydís Einarsdóttir.pdf825.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-Eydís Einarsdóttir.pdf126.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF