Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2849
Rafbílar eru komnir til að vera. Rafbílavæðingin í heiminum eykst með degi hverjum, stöðugar
uppgötvanir og öflug þróunarvinna afkastar betri og gæðameiri rafbílum. Tilgangur þessa
verkefnis var að kanna hvort það gæti verið hagkvæmt að stofna rafbílaverksmiðju hérlendis.
Reynt var að leggja mat á hugsanlega kostnað við stofnun verksmiðjunnar sem og
kostnaðartölur á hvern framleiddan bíl.
Upplýsingum og gögnum var safnað úr tímaritum, úr blaðagreinum, af veraldarvefnum og úr
bókum. Fljótt kom í ljós að erfitt var að finna haldbærar upplýsingar sem gátu gefið skýra og
glögga mynd af því hvernig kostnaðarskiptingin gæti átt sér stað. Hins vegar fannst við leit á
veraldarvefnum skýrsla sem gerð var fyrir samgönguráðuneytið í USA árið 1999. Í þeirri skýrslu
var á greinargóðan hátt skýrt frá helstu kostnaðarliðum framleiðslunnar. Niðurstaðan var að
notast við þessa skýrslu sem og eitt ákveðið viðmið. Viðmiðið var annar rafbílaframleiðandi
staðsettur í Noregi sem nefnist Think. Út frá þessum tveimur liðum voru helstu
kostnaðarútreikningar gerðir.
Einnig voru kynntir helstu þættir verksmiðjunnar eins og skipulag, staðsetning, innkaup og
margt fleira. Farið var í sögu rafbíla hérlendis og erlendis. Að auki var fjallað um kosti og galla
rafbíla.
Niðurstaðan úr áætlunum var sú að miðað við gefnar forsendur gæti reksturinn staðið undir sér
og skilað viðunandi arðsemi. Hins vegar sést greinilega á næmnigreiningunum að um er að ræða
mjög viðkvæman rekstur og lítið má út af bera.
Eflaust má útfæra þetta verkefni á annan hátt eins og með hugsanlegu samstarfi við aðra
framleiðsluaðila eða með því að gera Ísland að enn ákjósanlegri staðsetningu fyrir
rafbílaframleiðendur að prófa afurðir sínar á.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerd_VilhjalmurIngi_vor2009_fixed.pdf | 584.88 kB | Opinn | Skoða/Opna |