is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28491

Titill: 
  • Skólaskraf : reynsla af skólahaldi í Birkimelsskóla á Barðaströnd 1964-2004
  • Titill er á ensku Skólaskraf : experiences of schooling in Birkimelsskóli, Barðaströnd from 1964−2004
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins var að komast að því hvernig skólahaldi í Birkimelsskóla í Barða-strandarhreppi var háttað frá stofnun hans árið 1964 og til 2004 og hvernig reynslu fyrr-verandi nemendur skólans hafa af því. Rannsóknarspurningarnar sem hafðar voru að leiðarljósi voru Hvernig var skólahaldi háttað í Barðastrandarhreppi á árunum 1964−2004 og hvaða reynslu hafa fyrrum nemendur af því? Alls voru fjórir þátttakendur í rannsókninni, sem var eigindleg rannsókn. Tekin voru fjögur viðtöl við fyrrum nemendur Birkimelsskóla. Viðmælendurnir voru fæddir á mismunandi áratugum, elsti fæddist 1954 og sá yngsti 1988. Auk þess var rituðum heimildum safnað um skólann m.a. á Þjóðskjalasafni Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að töluverður munur var á milli skólagöngu viðmælenda og vel sést á niðurstöðunum hvernig Birkimelsskóli þróast í gegnum árin auk þess hvernig ný lög og reglugerðir hafa áhrif á skólastarfið. Sem dæmi um þetta allt má nefna að eldri viðmælendur rannsóknarinnar voru skemur í skólanum heldur en börn í þéttbýli og yngri viðmælendurnir. Vel sést hvernig viðhorf til barna breytist með tímanum en eldri viðmælendurnir léku t.d. sjaldnar við vini sína heima eftir skóla og voru hálf eftirlitslausir í frímínútum. Þessi fátæki sveitaskóli leitast við að bæta aðstöðu nemenda sinna þar til kennslan er orðin á við það sem gerist í þéttbýlinu. Þetta verkefni er mikilvægt því hætt var að kenna í Birkimelsskóla vorið 2016. Nú fara þeir tveir nemendur sem eftir eru í gamla Barðastrandarhreppi í skóla á Patreksfirði og óvíst er hvort þar muni einhverjir nemendur stunda nám í framtíðinni. Það er því vel við hæfi að skrá niður minningar fyrrum nemenda skólans um skólahaldið þar.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of the assignment was to determine how schooling in Birkimelsskóli in Barðastrandarhreppur was operated from its establishment in 1964 until 2004, and what kind of experiences former students of the school had during their time there. The questions on which my research was based were How was schooling operated in Barðastrandarhreppur in 1964−2004 and what kind of experience do former student have from it? In total there were four participants in this qualitative study. Four interviews were conducted with former students of Birkimels-skóli. The participants were all born in different decades, the oldest in 1954 and the youngest in 1988. Written sources were gathered from different places, among them the National Archives of Iceland. Key findings of the study were that noticeable difference could be seen between the experiences had by each interviewee of their stay at Birkimelsskóli. Based on the results of the study, the development of the school over time with new rules and regulations can clearly be seen over time. An example of this is that the older people that were interviewed were at the school for fewer years than their urban counterparts as well as the younger people interviewed. Views on children have also changed with time, the older interviewees for example seldom met with their friends to play after school and were more or less unsupervised during recess. Additionally, it is evident from the findings of the study how this poorly funded rural school sought to improve its facilities and, with time, its students’ education until it was on par with what students were getting in urban areas. This study is important because schooling was suspended in Birkimelsskóli in the spring of 2016. At present, the two students who remain in Barðastrandarhreppur attend school in Patreksfjörður and it is still unclear whether any students will attend school there in the future. It is, therefore, important to document the memories of the school’s former students.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf138.2 kBLokaðurFylgiskjölPDF