Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28492
Lítið hefur borið á umfjöllun um tómstundir og afþreyingu fullorðinna á Íslandi og því full ástæða til að kafa dýpra í þau málefni. Í þessari umfjöllun er dregin upp mynd af ,,djamminu” eða næturlífinu á Íslandi, það skoðað út frá sögu, samhengi og nálgunar tómstundafræðinnar. Ritgerðin er úrvinnsla heimildarannsókna og tölfræði um áfengi, tómstundir og mannlega hegðun. Í kjölfarið er skoðað hvort að grundvöllur sé fyrir áfengislausum skemmtistaðum í takt við nýjar hugmyndir um heilsusamlegra líferni á Íslandi. Breytt samfélagsmynd nútímans kallar á nýjar áherslur og meiri þörf fyrir félagslegar athafnir, en eftir stendur sú spurningin hvort að áfengi þurfi að vera nauðsynleg breyta. Ýmsar hliðar og sjónarhorn eru kannaðar í þessu samhengi. Gæti lausnin verið fólgin í því að virða einstaklingsfrelsi með því að bjóða þeim sem sækja næturlífið upp á fleiri möguleika í stað boða og banna? Niðurstöðurnar eru þær að áfengislausir skemmtistaðir gætu orðið samfélagsauður sem gæti skilaði sér í heilbrigðari lífsháttum og sparað þjóðinni umtalsverðar fjárupphæðir. Skemmtistaðir af þessu tagi gætu orðið vettvangur fyrir fólk til þess að fá útrás fyrir félagslega þörf sem það væri annars líklegt til að fullnægja með óheilbrigðari leiðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hverergrundvollurfyrirafengislausaskemmtistadi_fanneythorisdottir_eyglorunarsdottir_2017.pdf | 1.52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16utfyllt.pdf | 21.95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |