is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28496

Titill: 
  • Samvinna er sigur fyrir heildina : samvinna stærðfræðikennara á unglingastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur það færst í aukana að starfsfólk skóla velji að starfa saman í teymum. Teymisvinna hefur jafnt og þétt orðið eftirsóknarverðari í skólum og öðrum stofnunum þar sem hún er oft nefnd sem besta leiðin til að skila framúrskarandi árangri. Samvinna kennara hefur í auknum mæli verið greind sem lykilþáttur í faglegum þroska kennara. Markmiðið með rannsókninni var að rannsaka reynslu stærðfræðikennara af samvinnu. Ætlunin var að varpa ljósi á kosti og galla samvinnu við undirbúning og kennslu stærðfræði, auk þess að greina hvaða áhrif samvinna stærðfræðikennara getur haft á starfsþróun og breytingar á kennsluháttum. Verkefnið er eigindleg rannsókn þar sem skoðuð var samvinna stærðfræðikennara á unglingastigi innan tveggja grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst var með kennurum á vettvangi og skoðuð samvinna og samskipti þeirra á milli auk þess sem skoðað var hvaða áhrif samvinnan hafði á starfsþróun kennaranna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að reynsla stærð¬fræði¬kennaranna var að samvinnan stuðlaði að faglegu samtali um kennslu og kennsluhætti og að kennararnir komu fleiri hugmyndum í framkvæmd. Samvinnan studdi við formlega og óformlega starfsþróun og hafði þau áhrif á kennsluhætti að stærðfræði¬kennararnir notuðust við fjölbreyttara námsefni. Auk faglega samtalsins eru kostirnir breiðari þekking, betri yfirsýn yfir stöðu nemenda og fjölbreyttari kennsla. Eins leiddi samvinnan til minna vinnuálags þar sem hægt var að deila með sér verkum. Niðurstaðan er að samvinna stærðfræðikennara jók gæði kennslunnar og stuðlaði að aukinni starfsánægju kennarateymanna í Uglu- og Fálkaskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years, it has become more common that teachers in compulsory schools choose to work in a team based setting. Teamwork has become more popular in schools and other workplaces where it is often thought to be the best way to achieve excellent results. Collaboration between teachers has been identified as a key factor in a teacher’s professional development. The goal of this paper is to examine mathematic teachers experience with team based teaching. To analyze positive and negative aspects of cooperation in preparing teaching material, in teaching setting as well as analyze what effect team work has on professional development and implementation of new methods. It is a qualitative research where collaboration between mathematic teachers in two separate compulsory schools was analyzed. A field observation was performed. An analysis of collaboration between teachers, and their communication was performed and the teachers were asked to do a self-assessment of their professional development. The main results were that the mathematical teachers experience was that their collaboration stimulated professional conversation regarding teaching and that the teachers could implement more ideas into their teaching practices. The team work increased the teachers formal and informal professional development and increased the use of varied teaching material. The main positive factors were a wider knowledge, a better overview of the students progress and implementation of new teaching material. The teamwork also decreased the teachers workload. The main result is that mathematical teachers cooperation increased the quality of teaching and has increased their satisfaction in the workplace.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Grimur_Bjarnason_lokaskil.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Skemman_Grimur_Bjarnason.pdf253.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF