is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28497

Titill: 
 • „Milli steins og sleggju“ : hindranir sem standa í vegi fyrir fullri þátttöku allra nemenda í efstu bekkjum grunnskóla að mati kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skóli án aðgreiningar byggir skólastarf á grunngildum um mannréttindi, lýðræði og jafnrétti. Kveikjan að rannsókninni byggist á reynslu höfundar af því hvernig sumir nemendur þokast meira og meira út á jaðarinn eftir því sem á grunnskólagönguna líður þrátt fyrir vilja kennara til að allir nemendur upplifi sig fullgilda og virka þátttakendur grunnskólann á enda. Skóli án aðgreiningar hafnar hvers kyns útilokun og tekur sérstaklega til þeirra hópa sem af einhverjum ástæðum geta átt undir högg að sækja eða eiga það á hættu að fá ekki fulla hlutdeild í skólalífinu. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á þær hindranir sem að mati kennara verða á vegi þeirra í efstu bekkjum grunnskólans til að vinna í þessum anda og þá krafta sem móta og hafa áhrif á faglegt sjálfstæði kennara. Einnig voru hugmyndir kennara að leiðum, skoðaðar út frá hugmyndum Dewey um lýðræðislegt námssamfélag, þar sem viðurkenning á margbreytileika er höfð að leiðarljósi í kennslu í umhverfi sem stuðlar að inngildingu (e. inclusion). Rannsóknin er eigindleg, tekin voru viðtöl við sex umsjónarkennara í jafnmörgum grunnskólum í fjórum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem heimasíður skólanna voru skoðaðar.
  Niðurstöður leiddu í ljós þá skoðun kennara að námsvilji sumra nemenda og tækifæri til aukins þroska minnki eftir því sem á skólagönguna líður og jaðarsetning verður meira afgerandi fyrir suma nemendur. Kennararnir upplifðu sig oft og tíðum milli steins og sleggju þar sem þeim var gert erfitt um vik að tengja hlutverk sitt sem umsjónarkennari, við þá þekkingu og bjargir sem þeir hafa yfir að ráða. Hjá öllum viðmælendunum kom fram að fagleg bjargráð markist af hugmyndum annarra sérfræðistétta um hvar þurfi að aðstoða kennara og hvernig. Hugmyndir kennaranna um lýðræðislegt námssamfélag, með virkri þátttöku allra nemenda var skýr en rímar ekki alls kostar við einstaklingsvæðingu þar sem lögð er áhersla á samkeppni og vinnur oft gegn hugmyndum um skóla án aðgreiningar. Gildi sem ekki falla að markaðslögmálum eru jaðarsett og lítið svigrúm gefst fyrir vangaveltur um inntak og siðferðilegt hlutverk skóla, kennara og annarra þátta sem hafa áhrif á skólastarfið. Kennurum var tíðrætt um mikilvægi þess að þeir séu hafðir með í ráðum í hvers kyns stefnumótun er viðkemur kennslu. Aukinn sveigjanleiki í umgjörð skólans, fámennari bekkir, og meiri áhersla á list- og verkgreinar var skýr vilji þeirra allra. Kennararnir fundu til vanmáttar og upplifðu sig valdalitla, jafnvel svo að fagmennsku þeirra væri ógnað. Menningarleg fjölbreytni er talsverð innan hvers skóla en einn skólinn var miklum mun einsleitari og jafnvel allur jaðarsettur að mati viðmælanda.

 • Útdráttur er á ensku

  Inclusive education is based on core values of human rights, democracy and equality. The research question is inspired by the authors experience on how some students move silently closer and closer to the social margins as it draws nearer to the end of compulsory education in spite of the teacher´s full intension and effort that all students feel equally valued and active participants from beginning until the end of compulsory education. In the conpulsary education act in Iceland it is stated that any form of allienation is rejected and the aim to protect students who for any reasons are socially vulnerable or are in danger of not getting full access to everyday school life. The aim of this research is to reveal the obstacles towards inclusivity that the teachers experience for their students in the upper compulsory classes and the powers that shape and influence teacher’s professional autonomytheir ideals and values. This is a qualitative interview study. Six semi-structured interviews were conducted with teachers in six compulsory schools in four different municipalities which were all part of the Metropolitan area of Reykjavík.
  Results indicate that teacher’s feel that the openess to schooling practces and the opportunity for inclusivity diminishes when draws closer to the end of compulsory school. Marginalizing or exclusion became more evident for some students. The teachers sometimes felt stuck between a rock and a sledgehammer as it was made difficult for them to balance their role between being a classroom teacher and their working conditions and resources. All participants felt that resources are delivered and defined by other professions, as how much and which kind of assistance or support is needed. Teacher’s ideas of democracy in education with active student participation was clearly defined but has no resonance with the individualization that emphasizes competition and as a result often works against ideas on the inclusive school and education. Values that do not pertain to rules of the market are marginalized and there is little space for questions on the content and ethical value of schools, teachers and other influences on school work. Teachers often mentioned the importance that they themselves participate in policy making or agenda that pertains to teaching. There was a clear call for increased flexibility in the school framework, smaller classes and more emphasis on offering art and craft. Teachers felt powerless and even to the point they felt their professional autonomy was jeopardized. Cultural diversity is fairly vast in all of the schools but one of the schools had notably less variety than the other schools and participants felt the school in general was educating marginalized groups within society.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sth-bokasafn@hi.is_20170530_115140.pdf271.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Guðbjörg_Ólafsdóttir_lokalokaritgerðXX.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna