is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28498

Titill: 
  • Tölvustutt leiðsagnarnám : hvernig er hægt að beita tölvustuðningi til að efla leiðsagnarnám?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvaða ávinning er hægt að hafa af tölvustuðningi í leiðsagnarnámi (leiðsagnarmati) út frá hugmyndum um félagslega hugsmíðahyggju, aðstæðubundið nám og tölvustutt samvinnunám. Leiðsagnarnám hefur orðið mjög áberandi í öllu skólastarfi á síðustu árum og áratugum. Þá hefur sífelld aukning verið í notkun upplýsingatækni af ýmsu tagi í skólum, ekki síst með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma. Leiðsagnarnám byggist á kennslufræðilegum hugmyndum um námsmat og endurgjöf. Það snýr annars vegar að mati til náms eða mat sem nám til mótvægis við mat á námi. Hins vegar snýr það að tímanlegri endurgjöf sem er mjög mikilvæg til þess að nemendur nýti sér endurgjöfina. Ef nemendur fá endurgjöf seint og illa hættir hún að gera þeim gagn. Tölvustutt leiðsagnarnám er því rökrétt og eðlilegt framhald og mikilvægt að skoða hversu gagnlegt það er og með hvaða hætti sé hægt að nýta það til hagsbóta fyrir nemendur og kennara. Helstu niðurstöður eru þær að tölvustutt leiðsagnarnám getur nýst vel og skilað jafngóðum eða betri árangri heldur en bæði hefðbundið nám og einnig leiðsagnarnám án tölvustuðnings. Það byggir þó á því að tölvustuðningurinn sé vel skipulagður og byggi á kennslufræðilegum kenningum og rannsóknum. Tölvustutt leiðsagnarnám ætti því að vera góður kostur fyrir kennara og nemendur til þess að styðja við nám og kennslu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing lokaverkefnis.pdf188.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaskjal.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna