is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28499

Titill: 
  • Hvernig styðja mannréttindasáttmálar við þjónusturétt aldraðra á öldrunarstofnunum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Öldruðum á Íslandi mun fjölga á komandi árum og hækkandi aldri fylgja fjölþættar þarfir. Öldrunarþjónusta á Íslandi virðist eiga erfitt með að mæta vaxandi fjölda aldraðra og þörfum þeirra á einstaklingsgrundvelli, þannig að hver og einn fái þá þjónustu sem hann óskar eftir. Mannréttindasáttmálar kveða á um jafnan rétt einstaklinga til þess að lifa sjálfstæðu lífi óháð líkamlegu eða andlegu atgervi en staðreynd er að það getur reynst öldruðum á stofnunum erfiðara að njóta sjálfræðis, sjálfstæðis og jafnréttis þegar þeir eru að mörgu leyti upp á aðra komnir með sín daglegu verk. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi öldrunarþjónustu og líðan aldraðra sem sýna mikilvægi þess að aldraðir hafi gott stuðningsnet, félagsleg tengsl og að þjónusta og aðstæður séu við hæfi. Til þess að gera grein fyrir mikilvægi mannréttinda aldraðta á öldrunarstofnunum verður skoðuð tilbúin klípusaga manns, Ólafs Áka Karlssonar, sem hefur búið á hjúkrunarheimili í um hálft ár en er ósáttur þar og vill fá að ráða því sjálfur hvar og hvernig hann býr. Aðstandendur og fagfólk telja velferð hans best borgið áfram á stofnuninni en við úrlausn klípunnar er mikilvægt að líta til mannréttinda Ólafs Áka og bera virðingu fyrir hans vilja á skynsaman hátt.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaritgerð.pdf843.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_17.pdf37.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF