is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28502

Titill: 
 • Hreyfing, líðan og félagslegir þættir hjá 18 ára framhaldsskólanemum : heilsueflandi framhaldsskóli (HeF)
 • Titill er á ensku Physical activity, well-being, and social factors of 18 year old junior college students
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hreyfing ungmenna er tengd margvíslegum heilsufarslegum ávinningi. Engu að síður fylgja fá ungmenni ráðleggingum hvað varðar hreyfingu. Félagsleg samskipti geta haft áhrif á heilsuhegðun ungmenna, eins og ástundun hreyfingar, en á sama hátt getur hreyfing verið þáttur í að styrkja samskipti við jafningja og hefur félagslegt gildi. Þá er hreyfing talin létta lund, veita meiri lífsánægju og minnka einkenni kvíða og þunglyndis.
  Þetta verkefni er hluti af stærri rannsókn sem gerð var í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli (HeF). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hreyfingu 18 ára ungmenna í frítíma sínum og hvernig hreyfing þeirra tengdist félagslegum þáttum, félagslegum stuðningi foreldra og vina, þátttöku í félagslífi og eigin mati á andlegri heilsu og hamingju ungmennanna almennt. Rannsóknin er þversniðsrannsókn og voru þátttakendur hennar 271 ungmenni úr tveimur framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur svöruðu viðamiklum spurningalista um viðhorf, þekkingu og hegðunarmynstur sitt tengt ýmsum heilsufarslegum þáttum auk þess að svara viðtalskönnun um ástundun hreyfingar í frístundum. Í þessari rannsókn var einungis notast við þann hluta spurningalistans sem sneri að viðfangsefni rannsóknarinnar.
  Niðurstöður sýndu að drengir voru líkamlega virkari en stúlkur og líklegri til að hreyfa sig reglulega. Drengjum sem hreyfðu sig reglulega fannst auðveldara að fá umhyggju og hlýju hjá vinum og upplifðu sig vinsælli meðal skólafélaga sinna miðað við drengi í kyrrsetuhópi. Þátttakendur af báðum kynjum sem hreyfðu sig tóku frekar þátt í félagslífi innan skólans og upplifðu sig síður einmana en þau ungmenni sem hreyfðu sig ekki. Stúlkur og drengir sem hreyfðu sig upplifðu einnig meiri hamingju og töldu andlega heilsu sína vera betri en þau sem voru í kyrrsetuhópi. Auk þess voru drengir líklegri til þess að meta andlega heilsu sína góða miðað við stúlkur; einungis um helmingur stúlkna í kyrrsetuhópi taldi heilsu sína góða.
  Niðurstöðurnar benda til að félagslegir þættir séu tengdir ástundun hreyfingar og hreyfing tengist jafnframt hamingju og betri andlegri líðan. Því er mikilvægt að huga að félagslegum þáttum í tengslum við hreyfingu hjá þessum aldurshópi.

 • Útdráttur er á ensku

  The physical activity (PA) of youths is linked to a variety of health benefits. Nonetheless, few youths follow advices with regard to PA. Social interaction can affect youth's health behavior, such as PA, but conversely, PA can also be a factor in strengthening the interaction with peers and can thus have social value. Moreover, PA can lighten the spirit, provide more enjoyment, and reduce the symptoms of anxiety and depression.
  This project is part of a larger study conducted in conjunction with the project Heilsueflandi framhaldsskóli (HeF). The purpose of this study was to explore the PA of 18-year-olds in their leisure, and how their activity relates to social factors, social support of parents and friends, social participation, and self-assessment of mental health and general happiness. The study is a cross-sectional study, involving 271 youngsters from two junior colleges in the Reykjavik capital area. Participants answered extensive questionnaires about their attitudes, knowledge and behavioral patterns related to various health factors, as well as responding to an interview survey about PA in leisure. In this study, only the part of the questionnaire that focused on the subject of the study was used.
  The results showed that boys were physically more active than girls and more likely to be physically active regularly. Boys who were physically active regularly found it easier to receive care and warmth from friends, and experienced themselves more popular among their schoolmates, compared to boys in a sedentary group. Participants of both sexes who were physically active were more involved in social life within the school and experienced themselves less lonely than the youngsters who were not physically active. Girls and boys who were physically active also felt happier and thought their mental health was better than those in a sedentary group. In addition, boys were more likely to judge their mental health as good relative to girls; only half of girls in a sedentary group considered their health as good.
  The results indicate that social factors are associated with PA and that PA is also associated with happiness and better mental well-being. It is therefore important to consider social factors related to PA in this age group.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf358.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
GuðrúnJóhanna_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_30.05.17.pdf57.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF