is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28503

Titill: 
  • „Barnasöngur bros og kæti vekur“ : raddsvið og söngfærni tæplega tveggja til þriggja ára íslenskra barna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var raddsvið og söngfærni íslenskra barna á aldrinum tæplega tveggja ára til þriggja ára. Þar sem ekki er mikið vitað um söngþroska barna getur þessi rannsókn verið liður í því að varpa skýrara ljósi á hann. Þessi þekking þarf að vera til staðar svo hægt sé að efla og ýta undir þá þætti sem hafa jákvæð áhrif á þroska barnsins hvort sem litið er til vitsmunaþroska, málþroska eða söngþroska. Tölvupóstur var sendur á 218 foreldra með beiðni um að fá sendar upptökur/myndbönd af börnum þeirra undir þriggja ára að syngja. 86 upptökur bárust en að lokum voru 36 upptökur valdar úr með það að markmiði að tryggja sem jafnasta aldursdreifingu í rannsókninni. Leitast var við að halda inni sem flestum upptökum af drengjum þar sem færri upptökur bárust með söng drengja. Aðaláhersla var lögð á að greina hversu stórt raddsvið börnin notuðu við söng en einnig söngfærni þeirra. Raddsviðið var greint með forritinu Melodyne og hljómborði og ákveðið matsskema var notað til að greina söngfærni þeirra. Þátttakendur voru 30 börn, 21 stúlka og 9 drengir. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera íslensk og voru búsett á Íslandi þegar upptökurnar fóru fram. Niðurstöðurnar sýndu að lítill munur var á raddsviði milli yngri og eldri barna á aldursbilinu sem skoðað var. Báðir hópar voru með sama meðaltal á lægsta og hæsta sungnum tóni. Meðalraddsviðið sem börnin notuð við að syngja söngva var níu hálftónar. Raddsviðið þeirra var því stærra en niðurstöður fyrri rannsókna sýna. Greining á söngfærni barnanna benti til þess að flest þeirra sungu ófullkomna laglínu en útlína laglínunnar var rétt og jafnvel einhver tónbil. Textaframburðurinn varð skýrari og meira jafnvægi var milli texta og laglínu eftir því sem þau urðu eldri. Söngfærni þeirra er í samræmi við það sem eldri rannsóknir hafa komist að.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed.lokaverkefni_gunnhildur_vilhjalmsdottir.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_30.05.17_gunnhildur_vilhjalmsdottir.pdf1.01 MBLokaðurYfirlýsingPDF