Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28504
Í þessari ritgerð er fjallað um tilfinningagreind barna á aldrinum fimm til átta ára. Varpað verður ljósi á hver ávinningur er af því að hafa sterka tilfinningagreind og mun höfundur einnig tengja tilfinningagreind við jákvæða sálfræði og félagsþroska barna. Áhersla verður lögð á hlutverk foreldra og hvernig þeir geta eflt tilfinningagreind barna sinna. Komið verður ítarlega inn á efni sem eflir tilfinningagreind og hvernig foreldrar geta notað það efni. Kenningar um tilfinningagreind hafa haft töluverð áhrif á uppeldis- og skólastarf. Meðal annars er stuðst við kenningar Goleman, Gardner og Seligman. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að barn sem hefur fengið æfingu og þjálfun í að efla tilfinningagreind sína er mun færara í að stjórna eigin tilfinningum, líðan og hegðun. Barn sem er með sterka tilfinningagreind á auðveldara með að setja sig í spor annarra, hlusta og sýna samkennd. Félagsfærni og samskiptafærni verða mun betri hjá barninu. Rannsóknir sýna einnig að virk þátttaka foreldra í lífi barna sinna, þá sérstaklega í skólalífi barnanna, hefur mestu áhrifin, þegar horft er til þroska barnsins ásamt velgengni þess bæði í námi og daglegu lífi. Þá er markmiðið með þessu lokaverkefni að færa foreldrum ákveðið verkfæri sem hjálpar þeim að efla tilfinningagreind barna sinna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tilfinningagreind - Þáttur foreldra.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlýsing_Hafdis_Birna.pdf | 97.26 kB | Lokaður | Yfirlýsing |