is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28506

Titill: 
 • Myndlist sem mál : tilraun með námskrárútfærslu
 • Titill er á ensku Visual arts as a languague : a proposal for its implementation into the school curriculum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikið hefur verið fjallað um skapandi vinnubrögð og að kennarar hafi áhuga á að tileinka sér þau en þrátt fyrir það hefur það ekki endilega endurspeglast í daglegu skólastarfi. Álag á kennara er mikið en finna þarf leið til að hvetja nemendur og vekja áhuga þeirra. Meistaraverkefni þetta fjallar um leit mína að leiðum til að vinna á efsta stigi grunnskóla með myndlist sem mál, bæði sem tjáningu hugmynda í kennslu og samþættingu námsgreina. Tilgangur verkefnisins er að hvetja kennara til þess að fara út fyrir rammann og leita nýrra og fjölbreyttra leiða til þess að vinna starf sitt út frá þeim aðstæðum sem skapast dagsdaglega. Markmiðið er að sýna dæmi um hvernig nota megi myndlist sem mál til að efla skilning á nokkrum þáttum námskrár og ýta undir umræður um þá.
  Eftir að hafa ígrundað rannsóknir á sviði menntunnar og myndlistar og rætt við listamenn og verkefnastjóra fræðsludeilda listasafna, útbjó ég kennsluhefti fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla þar sem fjallað var um valin hugtök og unnin út frá myndlist. Ég ákvað að gera starfendarannsókn um ferlið og nýta aðferðir starfendarannsókna til að safna gögnum og vinna úr þeim. Aðalgögnum um ferlið var safnað í rannsóknardagbók þar sem ég skráði þau skref sem ég tók, hvernig gekk, vangaveltur mínar, riss og drög að teikningum sem áttu að fara í heftið. Einnig sendi ég eintök til ákveðna skóla og gerði spurningakönnun um viðhorf þeirra til heftisins. Að lokum, greindi ég svör þeirra, sem hjálpaði mér að bæta endanlega útgáfu heftisins.
  Rannsóknin sýnir mögulegar leiðir til að vinna þverfaglega með myndlist sem mál, þannig að nemendur fái tilfinningu fyrir tengingu ólíkra þátta í umhverfinu, bera þá saman og finna sameiginlega fleti sem geta leitt til nýrra lausna og sjónarmiða – allt til að opna hug þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að námskrár gefa kennurum mikið frelsi til þess að lesa úr þeim, túlka og vinna á skapandi hátt.

 • Útdráttur er á ensku

  Much has been spoken about creative teaching and teachers’ interest in adapting their lessons to it but that interest has not always been reflected in their daily lessons. The following master thesis describes my search on how it is possible to work with the visual arts in the higher level of primary school, both as a way of transmitting ideas and working with other subjects. The aim of the thesis is to encourage teachers to go out of the box and search for diverse paths for developing their lessons adapted to the context. The main goal is to show examples of working with the visual arts as a language that helps to understand concepts that must otherwise be taught according to the curriculum and to create a discussion about it.
  After researching resources and interviewing artists and museums’ education coordinators, I prepared a brochure where selected concepts, which are taught at the higher level of primary school, where developed through the visual arts. I chose to use an action research during the process and its methods to collect data. I noted most of the data in a notebook where I described the steps and how they evolved, ideas and sketches of the drawings of the brochure. Addition, I collected and analysed the answers to the questionnaire I sent to the teachers who evaluated the brochure.
  The results of the research show ways in which it is possible to work in a multidisciplinary way with visual arts as a language and to open the students’ mind while they learn about key factors in their surroundings, and compare them to be able to find new solutions and points of view. School curricula offer teachers great flexibility and freedom for analysis, interpretation and work in a creative way.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-HalldórSánchez-Loka.pdf10.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Halldór Sánchez-Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_31.05.17.pdf182.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF