is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28509

Titill: 
  • Tabúla Rasa og meistararnir átta : hvernig er hægt að styrkja sjálfstraust og sjálfsvitund ungra barna í skapandi starfi og með hliðsjón af fjölgreindakenningu Howards Gardner?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig hægt er að efla sjálfstraust og sjálfsmynd barna í skapandi starfi og með hliðsjón af fjölgreindakenningu Howards Gardner. Höfundur hefur samið ljóð þar sem greindirnar átta sem Gardner skilgreinir koma fram sem persónur og aðstoða stúlkuna Tabúlu Rösu við að koma auga á eigin hæfileika. Lýst er fjölbreyttu skapandi starfi með ljóðið sem miðar að því að efla sjálfstraust og sjálfsmynd leikskólabarna. Höfundur veit ekki til þess að þetta hafi verið gert áður. Fjölgreindakenning Howards Gardner hefur vakið athygli vegna þess að hún leggur áherslu á að greindirnar séu jafngildar. Ljóðið og vinnan með það gefur börnum tækifæri til að átta sig betur á eigin hæfileikum. Í ritgerðinni verður leitast við að svara hvernig má nýta þetta efni til að aðstoða börn á leikskólaaldri að bera kennsl á eigin hæfileika, hlúa að getu þeirra, sjálfstrausti og sjálfsmynd. Heimildunum í þessari ritgerð var safnað úr fræðibókum og greinum af netinu. Enn á eftir að prófa þessa útfærslu en líklegt er að hún uppfylli þau markmið sem hún á að sinna.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tabúla Rasa og meistararnir átta Ljóðabók.pdf9.65 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Tabúla Rasa og meistararnir átta.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_16.doc33.5 kBLokaðurYfirlýsingMicrosoft Word