en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28511

Title: 
 • Title is in Icelandic „Dagurinn líður ótrúlega hratt og ég er alltaf komin strax heim“ : starfendarannsókn á notkun kennsluaðferðarinnar "sérfræðingskápan" þar sem nám nemenda fer fram í hlutverki
 • „The day passes unbelievably quickly and I'm always right back at home“ : an action research on the use of the teaching method "Mantle of the Expert" in which students learn in role.
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Menntun er afar þýðingarmikil einstaklingum og samfélaginu í heild. Mikilvægt er því að nemendur upplifi menntun áhugaverða og skemmtilega. Rannsóknir benda til að svo sé ekki endilega raunin í grunnskólum landsins þar sem námsáhugi nemenda mælist lítill og brottfall nemenda úr framhaldsskóla mikið. Leita ætti allra leiða til að gera nám áhugavert og skemmtilegt til að stemma stigu við þessum vanda.
  Verkefni þetta er starfendarannsókn. Tilgangurinn með framkvæmd hennar var að skoða hvernig til tækist að nota kennsluaðferðina sérfræðingskápuna í skólastarfi og kanna áhrif hennar á nám nemenda og starfshætti kennara. Sérfræðingskápan er ein af kennsluaðferðum leiklistar og gengur hún út á að nám nemenda fari fram í hlutverki í ímynduðum heimi. Notkun sérfræðingskápunnar í kennslu hefur ekki verið rannsökuð hér á landi en erlendar rannsóknir sýna að hún er vel til þess fallin að auka áhuga og ánægju nemenda af námi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að sérfræðingskápan hafi jákvæð áhrif á nám nemenda og starf kennara. Niðurstöðurnar benda til að notkun sérfræðingskápunnar skapi kennurum grundvöll fyrir aukinni samþættingu náms og öflugri teymiskennslu, stuðli að markvissri ígrundun þeirra á eigin starfi og efli trú þeirra á eigin getu. Skipulagning náms með notkun sérfræðingskápunnar gefur nemendum tækifæri til að læra í gegnum leik sem er náttúruleg leið barna til náms og þroska. Í niðurstöðunum má greina að nemendur sem læra í hlutverki í ímynduðum heimi upplifa skemmtun í námi, fá fjölmörg tækifæri til að komast í flæði, trú þeirra á eigin getu eykst sem og samvinnunám þeirra á milli.
  Niðurstöðurnar gefa tilefni til frekari rannsókna á notkun sérfræðingskápunnar í íslensku skólastarfi. Jafnframt ættu þær að vera kennurum hvatning að reyna aðferðina í kennslu.

 • Education is of great significance for individuals and society as a whole. Therefore, it is important that students have a motivating and fun experience of education. This does not seem to be the case in Iceland since studies show a low student interest in learning and a high dropout rate. For this reason, it is important to look for ways to make education more motivating and fun for students to counter this problem.
  This master thesis is an action research which purpose is to examine the use of the teaching method the Mantle of the Expert in an Icelandic school environment as well as its impact on students‘ learning and teachers‘ practises. Mantle of the Expert is a drama-based teaching method in which students learn in role within a fictional context. Research suggests that the Mantle of the Expert is an effective method to increase students’ interest and enjoyment of learning. However, the method has never been studied thoroughly within the Icelandic school system.
  The research findings suggest that use of Mantle of the Expert has a positive effect on student learning and teaching practices. The findings indicate that using Mantle of the Expert creates a basis for teachers to integrate student learning and enhance team teaching, contributes to systematic reflection of teaching practises and increases teacher self-efficacy. Moreover, using Mantle of the Expert gives students a chance to learn through play which is children‘s natural approach to education and cognitive development. The findings imply that students learning in role within a fictional context experience fun in education, get ample opportunities to achive flow, increase their self-efficacy and boost cooperative learning between them.
  These findings warrant further research on the use of Mantle of the Expert in Icelandic schools but can also be an incentive for teachers to try using the method in their own teaching.

Accepted: 
 • Jun 28, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28511


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
yfirlýsing.pdf255.61 kBLockedYfirlýsingPDF
M.Ed._lokaritgerd_Hakon_Saeberg.pdf3.98 MBOpenHeildartextiPDFView/Open