is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28512

Titill: 
 • Dropinn holar steininn : hver hugar að sálarlífi skólastjórans?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þegar kennari á erfitt með eða tekst á við erfið mál hefur hann úrræði sem hann getur nýtt sér. Hann getur til að mynda talað við aðra samstarfsfélaga og létt á sér eða rætt við skólastjórnendur sem geta komið hans málum í farveg. Skólastjórnendur mynda stuðningsnet fyrir starfsmenn sína. Það er ekki sömu sögu að segja fyrir skólastjórnendur. Þeir eru gjarnan efstir í pýramídanum og hafa fáa til að tala við á vinnustaðnum um það sem plagar þá, um það sem liggur þeim á hjarta eða þegar þeir þurfa að viðra hugsanir sínar eftir að hafa þurft að vinna erfið mál. Hver er það sem hugar að skólastjórnendum?
  Við vinnslu á verkefni þessu studdist ég við þrjár rannsóknarspurningar:
  1. Hvers konar mál reyna mest á sálarlíf skólastjórnenda?
  2. Hvernig vinna skólastjórnendur að eigin sálgæslu?
  3. Fá skólastjórar stuðning við andlega erfið mál?
  Rannsóknaraðferðin var eigindleg og voru tekin viðtöl við átta skólastjóra á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, fjórar konur og fjóra karla. Allir höfðu þeir starfað í meira en eitt ár sem skólastjórar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að lítið sé hugað að sálgæslu skólastjóra og ef þeir huga ekki að því sjálfir gerir það enginn. Stjórnendur fengu stuðning við málefni skólans en ekki stuðning við erfið mál sem reyndu á þá sjálfa og við að vinna úr þeim. Þau mál sem tóku hvað mest á skólastjórana voru starfsmannamál, nemendamál og samskipti við skólaskrifstofu. Það er mikið álag og streita í starfi skólastjóranna, það kemst enginn yfir að vinna vinnuna sína þrátt fyrir langa vinnudaga.
  Mikilvægt er að til séu úrræði fyrir stjórnendur innan skólakerfisins sem þeir geta leitað til þurfi þeir þess með. Einnig þurfa yfirmenn þeirra að fylgjast með og vera tilbúinir til þess að styðja þá við úrvinnslu erfiðra mála. Fylgjast þarf vel með bæði líkamlegri og andlegri heilsu þeirra.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halfdan Þorsteinsson_2003723289.pdf611.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hálfdan Þorsteinsson_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf157.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF