is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28513

Titill: 
 • Drengilegur leikur : barátta fyrir bættri stöðu kvennaknattspyrnunnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð fjallar um þróun kvennaknattspyrnunnar. Sjónum er meðal annars beint að muninum á umhverfi kvennaknattspyrnunnar annars vegar og karlaknattspyrnunnar hins vegar.
  Saga knattspyrnunnar er í upphafi stuttlega rakin. Fjallað er um uppruna knattspyrnuíþróttarinnar, hvernig hún barst fyrst til Íslands og þróun íþróttarinnar hér á landi.
  Karlaknattspyrnan á sér töluvert lengri sögu en kvennaknattspyrnan, en þó kemur það á óvart hversu langt er hægt að rekja sögu kvennaknattspyrnunnar og hefur uppgangur hennar verið mikill allt frá því að konur hófu að keppa í knattspyrnu fyrir alvöru.
  Þessi uppgangur hefur þó ekki verið vandræðalaus og lengi vel hafa konur þurft að berjast gegn karlmannsímynd íþróttarinnar og er sú barátta í raun skammt á veg komin. Þrátt fyrir langa og stranga baráttu, þá er munur á milli kynjanna enn mikill er varðar áhuga fjölmiðla, fjárhagslegan og faglegan stuðning. Í þessari ritgerð veltir höfundur því fyrir sér hvar munurinn helst liggur og hvað sé til ráða til að auka jafnrétti í þessari vinsælustu íþrótt heims.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Drengilegur leikur Lokaverkefni til BS prófs í íþrótta- og heilsufræði (Hámundur Örn Helgason).pdf901.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hámundur_yfirlýsing.pdf279.7 kBLokaðurYfirlýsingPDF