is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28514

Titill: 
 • Atvinna með stuðningi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í flugstöð Leifs Eiríkssonar vinna tólf fatlaðir starfsmenn við kerruþjónustu og fá til þess aðstoð frá Atvinnu með stuðningi.
  Markmið ritgerðarinnar er að kanna starfssemi kerrudeildar í flugstöðinni, hvaða ferli starfsmenn fara í gegnum þegar þeir leita að vinnu og með hvaða hætti Atvinna með stuðningi styður við þá. Tekin voru viðtöl við starfsmann Vinnumálastofnunar og yfirmann kerruþjónstudeildar. Auk þess voru tekin stutt viðtöl við tvo starfsmenn deildarinnar. Þá var fræðilegra heimilda aflað um þann bakgrunn sem Atvinna með stuðningi byggir á, mannréttindi, rétt til atvinnu og íslenskar rannsóknir sem tengjast atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.
  Helstu niðurstöður eru að mikil ánægja er með störf kerruþjónustudeildarinnar meðal annara deilda innan flugvallarins, einnig ríkir mikil ánægja hjá starfsfólki deildarinnar með atvinnu sína. Af gögnunum má greina að vel hefur verið staðið að stuðningi við fólkið og sést það meðal annars í viðtölum við starfsmenn deildarinnar. Þeir fá stuðning frá yfirmanni kerruþjónustudeildarinnar, starfsmanni Vinnumálastonfunnar, yfirmönnum fríhafnar ásamt því að styðja hvort annað.
  Draga má þann lærdóm af kerruþjónustudeildinni að starfsánægja og gott viðhorf gagnvart deildum eins og henni er mjög mikilvægt þegar kemur að Atvinnu með stuðningi. Einnig er mikilvægt að stuðningur sé á þeim tíma sem fatlað starfsfólk er í vinnu.
  Nauðsynlegt er að kynna atvinnu með stuðningi til þess að auka störf fyrir fatlað fólk á almennum vinnumarkaði. Viðmælendur þessa verkefnis voru sammála um að fyrirtæki þyrftu að vera opnari fyrir því að fá fatlað fólk til vinnu og finna leiðir til þess að geta fengið þau í vinnu. Einnig kom fram að fyrirtæki þyrftu að vera „opnari fyrir öðruvísi fólki“ og að þörf væri á hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum fyrirtækja.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlýsing.jpg36.78 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Heiða Björg Valdimarsdóttir - BA verkefni í þroskaþjálfafræðum.pdf926.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna