en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28515

Title: 
 • Title is in Icelandic „Alli skoðar heiminn“ : kennsluefni fyrir yngstu börnin
Degree: 
 • Master's
Authors: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Greinargerð þessi ásamt kennslubók er lokaverkefni til meistaragráðu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Greinargerðin er unnin í tengslum við kennslubókina „Alli skoðar heiminn“ - Kennsluefni fyrir yngstu börnin. Kennslubókin inniheldur þrjár litlar smásögur sem skrifaðar eru með það í huga að auka málþroska og málvitund yngstu barna leikskólans og koma til móts við margbreytileika barna þannig að hver og einn einstaklingur fái tækifæri til þess að blómstra. Ég vona að bókin eigi eftir að nýtast kennurum jafnt sem öðrum þeim sem vilja efla málþroska barna.
  Rannsóknir sýna að ánægja og þátttaka barna skiptir miklu máli þegar kemur að málskilningi og málvitund ungra barna og er því mikilvægt að velja lesefni sem hæfir þroska þeirra og getu. Fræðilegi hluti greinargerðarinnar byggir á kenningum fræðimanna þar sem barnið er í forgrunni, má þar nefna til sögunnar Bronfenbrenner, Dewey, Erikson, Piaget og Vygotsky. Skoðað er hvernig þroski og málvitund barna endurspeglast í mikilvægi barnabóka og ýtir undir heildstæða nálgun á gildi þess að lesa fyrir börn.
  Í greinargerðinni er fjallað um barnabókmenntir í víðu samhengi og saga þeirra stuttlega rakin. Höfundur veltir fyrir sér mikilvægi mynda í barnabókum og tengingu þeirra við ritaðan texta. Að auki verður rætt um mikilvægi þess að ala börn upp sem lestrarhesta.
  Í lok greinargerðar er sagt frá áherslum kennsluefnisins og komið með tillögur að hugmyndum um hvernig hægt er að nýta kennslubókina með margvíslegum hætti.

Accepted: 
 • Jun 28, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28515


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Helen Long -Alli skoðar heiminn.pdf5.37 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf201.64 kBLockedYfirlýsingPDF