is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28516

Titill: 
  • Hvernig getur þú borðað níu súkkulaðirúsínur ef þú átt bara fimm í skálinni?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari starfendarannsókn er að finna hvernig ég geti betur komið til móts við nemendur á miðstigi sem sækja kennslu í stærðfræði í námsver. Ég upplifði vankunnáttu við að bregðast við vanda þeirra og fannst viðleitni mín á liðnum árum ekki bera þann árangur sem ég hafði væntingar til. Fór því að skoða hvernig ég gæti metið stöðu þeirra í stærðfræði og komst að þeirri niðurstöðu að nemendur mínir virtust hafa misst þráðinn í stærðfræði í 3. bekk. Út frá þeirri niðurstöðu fannst mér rökrétt næsta skref að finna þeim námsefni við hæfi. Eftir mikla umhugsun og skoðun á námsefni tók ég þá ákvörðun að færa nemendur aftur í Sprota 2b og Sprota 3a æfingahefti, sem er námsefni 2. og 3.bekkjar, með það að markmiði að nemendur myndu byrja þar sem skilningur þeirra var þ.e. að námsefnið væri það létt að þeir myndu öðlast sjálfstraust til sjálfstæðra vinnubragða. Útgefið námsefni er af skornum skammti og nemendur verða leiðir á að vinna eingöngu með ljósrituð hefti. Ákvarðanir um breytt námsefni þarf samt að taka í samstarfi við umsjónarkennara og nemendur ásamt því að vera í samstarfi við foreldra þeirra.
    Í niðurstöðum greini ég frá viðbrögðum nemenda minna við námsefninu, hverju það breytti fyrir þá og hvaða áhrif þessi breyting hafði á framvindu námsins hjá þeim og viðhorfsbreytingum þeirra til stærðfræðinnar. Þessi litla rannsókn sýnir hversu mikilvægt er að nemendur vinni verkefni við hæfi og að ekki sé vaðið yfir námsefnið án þess að þeir nái að skilja grunnatriði þess. Hversu mikilvægt er að nemendur eigi umræður við kennara um stærðfræði þar sem þeir útskýra hugsun sína og að þeim sé leiðbeint við að sjá munstrið í stærðfræðitölunum. Þrátt fyrir að nemendur séu hikandi að byrja aftur á námsefni 3. bekkjar þá breytist það fljótt. Þeir verða áhugasamir um stærðfræði sem kemur fram í aukinni vinnugleði. Þeir hætta að spá í að námsefnið sé fyrir yngri nemendur og sækjast eftir því að vinna Sprotabækurnar aftur.
    .

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28516


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Bogadottir_M Ed _30e_2017 PDF.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Helga_Bogadóttir_2017_skemman_yfirlysing.pdf51.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF