is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28518

Titill: 
  • Í skólanum er skemmtilegt að vera : áhrif leikrænnar tjáningar og leikja sem kennsluaðferða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til B.Ed gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Kveikjan að vinnslu hennar voru fregnir af skorti á áhuga og vellíðan hluta grunnskólanema auk reynslu höfundar af slíku úr eigin fjölskyldu. Megin markmið verkefnisins er að kanna áhrif leikrænnar tjáningar og leikja á líðan og árangur nemenda í námi. Fræði voru skoðuð í þeim tilgangi að fá svör við rannsóknarspurningunni: Hvaða líkur eru á að leikræn tjáning og leikir sem kennsluaðferðir auki ánægju og árangur nemenda í námi. Ritgerðin er í nokkrum liðum, fyrst eru nám og þroski barna skoðuð í fræðilegu ljósi. Þar á eftir er farið yfir niðurstöður rannsókna á starfsháttum í skólum landsins, líðan nemenda og viðhorfum þeirra til náms. Að lokum fjallar höfundur um leikræna tjáningu og leiki sem kennsluaðferðir. Helstu einkenni þessara aðferða og áhrif þeirra á nemendur eru metin í fræðilegu samhengi við nám, þroska og líðan barna. Niðurstöður höfundar benda eindregið til þess að notkun leikrænnar tjáningar og leikja sem kennsluaðferða hafa jákvæð áhrif á líðan nemenda og geta þannig bætt afköst þeirra í námi.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í_skólanum_er_skemmtilegt_að_vera.pdf971.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf202.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF