is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28520

Titill: 
  • Tilfinningar og tilgangur : ritgerð um unglingabókmenntir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er vikið að umfjöllun um tilfinninga- og félagsþroska unglinga í unglingabókmenntum. Þegar flutningur varð hjá þjóðinni úr sveit í borg varð hugtakið unglingur til. Við það breyttust viðhorfin og skrifa þurfti bækur sem hæfðu þessum aldurshópi og kenndu þeim að lifa í nýju samfélagi. Fjórar bækur sem allar fjalla um unglinga verða hér til skoðunar. Ritunartími þeirra spannar um sjötíu ára tímabil. Leitað verður vísbendinga um breytingar á umfjöllun um tilfinninga- og félagsþroska unglinga. Þessi atriði verða skoðuð með tilliti til kynjamunar, afstöðu til skólakerfis og flutningi úr sveit í borg. Niðurstaðan bendir til þess að að slík umfjöllun um tilfinningaþroska og andlega líðan hafi aukist. Kvíði, þunglyndi, einelti og hópþrýstingur eru hugtök sem sjást víða í nýrri bókunum. Afþreyingarþörf unglinga virðist einnig hafa aukist til muna. Vísbendingar eru um að nútímasamfélag sem býður unglingum sínum ekki upp á skiljanleg eða sjáanleg markmið hætti á að hefta tilfinningaþroska þeirra.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing_Helga.pdf210.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Tilfinningar og tilgangur.pdf905.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna