is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28521

Titill: 
 • Flest í heiminum er blátt : starfendarannsókn í grunnskóla
 • Most things in the world are blue
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Þessi ritgerð fjallar um starfendarannsókn sem ég gerði á kennslustarfi mínu frá september 2015 til febrúar 2016. Tilgangur rannsóknarinnar var að efla mig í starfi sem fagmanneskja, verða betri kennari sem myndi skila sér í ánægðari nemendum. Ég hafði það að leiðarljósi að rannsóknin hefði jákvæðar breytingar í för með sér, fyrir bæði mig og nemendur mína. Markmið rannsóknarinnar er að skoða sjálfa mig sem kennara, rýna í störf mín og kanna hvernig mér gengi að fara eftir mínum starfsgildum, sem er að vera skapandi kennari.Rannsóknarspurningin mín var: Á hvaða hátt vinn ég sem sá skapandi kennari sem ég vil vera? Aðferðin sem ég notaði byggir á aðferðafræði starfendarannsókna. Helstu gögn sem ég safnaði voru færslur um kennslu og ígrundanir í rannsóknardagbók, myndbandsupptökur úr tímum og verkefni nemenda. Niðurstöður voru unnar eftir tímaröð og flokkuð eftir þemum sem tengjast lykilhugtökum ritgerðarinnar. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýndu að ég fylgdi oftast mínum starfsgildum sem eru að vera skapandi kennari. Ýmsar hindranir voru þó í veginum svo sem fjölmennir bekkir, glíma við bekkjarbrag og mikið vinnuálag. Ég greindi að ég hefði þurft að hlusta meira á nemendur og leyfa samræðum að flæða áfram. Í lok rannsóknarinnar gerði ég breytingar á fyrirkomulagi kennslu. Við þessar breytingar skapaðist meiri vinnufriður og nemendur fylgdust betur með. Það sem ég lærði helst af þessari rannsókn er að þrátt fyrir allar þær hindranir sem ég stóð frammi fyrir þennan vetur sem rannsóknin var gerð, þá fór skapandi kennsla fram sem gerði nemendur virkari í hugsun, þjálfaði þá í hlustun og ýtti undir skapandi og gagnrýna hugsun. Skráningar sýndu að nemendur nutu fjölbreyttra kennsluaðferða sem hentaði vel breiðum og ólíkum nemendahóp.

 • Abstract
  Most things in the world are blue
  This thesis is about action research that I did on my job as a teacher in september 2015 until february 2016. The main purpose of my research was to become a better professional and better teacher and the outcome would be more fullfilled students. I hope that my research will have some positive change for both me and my students. The aim of this research is to look at myself as a teacher and see how well i follow my professional working theory values, which is being a creative teacher. My research queston is: How well do I follow my professional working theory that is being a creative teacher? The method I used was action research. The data I used was research diary, video and audio recording and projects from students. The outcome of data was put into time sequal and devided into themes that were linked to the research main concept of the research. The main outcome of the research showed that most of the time I followed my professional working theory, being a creative teacher that uses creative and diversive teaching methods. Some obstacles were on the way, such as big classes, to make a good class environment and much workload on teachers. I did not always listen enough at students and let conversations in the class flow without me interfearing. At the end of my research I did some changes on my teaching. Those changes caused more peace and better work environment in the classroom and I could work better with diversive teaching method in class. What I learned from this research is that despite the obsticles I met during this school winter that I did my research, there was actually a lot of creative teaching that made my student more active thinkers, trained them in becoming better listeners and made them more creative and critical in thinking. My students had the benefit of diversive teaching method that suited well for a group of students with diversive students that were quite different from each other, both as learners and characters.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MEd_ritgerd_Helga_Sigurdardottir.pdf492.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf145.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF