en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28522

Title: 
 • Title is in Icelandic Innra mat í leikskólum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsókn þessi er megindleg rannsókn og markmið hennar er að kanna hvort leikskólar í sveitarfélaginu Vonarbæ sinni innra mati sem skyldi. Tilgangurinn er að sýna hvar sveitarfélagið er statt hvað varðar innra mat og nýta niðurstöður til mögulegra umbóta. Rannsóknin á einnig að varpa ljósi á hugmyndir að leiðum til innra mats. Fræðilegur hluti rannsóknarinnar fjallar um uppruna innra mats og hvernig því er sinnt. Nokkrum fyrri rannsóknum eru einnig gerð skil, bæði innlendum og erlendum. Í lok fræðilega hlutans er fjallað um nokkrar algengar leiðir til innra mats.

  Af 103 deildarstjórum í Vonarbæ tóku 62 þátt í rannsókninni, sem samsvarar 60% svarhlutfalli. Gagnaöflun fór fram vorið 2016 með skriflegri spurningakönnun sem lögð var fyrir deildarstjórana og samanstóð af 30 spurningum. Spurningunum er ætlað að leita svara við því hvað deildarstjórar telji innra mat vera, hvaða aðferðir þeir nýta og hvernig niðurstöður úr innra mati eru nýttar í skólastarfinu. Gagnagreining fólst í því að svörin voru fyrst slegin inn í Excel og reiknaðar út prósentur hvers svars og loks var staða innra mats metin í ljósi svara deildarstjóranna. Einnig var Excel og SPSS nýtt til að skoða tengsl milli tveggja breytna. Svör við opnu spurningunum voru jafnframt sett upp í tölvutækt form, þau lesin yfir og fundið sameiginlegt þema.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna í stuttu máli að meirihluti þátttakenda (97%) telur innra mati sinnt í leikskólum sínum ásamt því að meirihluti (98%) telur sig taka þátt í því. Innra mat er í flestum leikskólum (42%) framkvæmt einu sinni á ári og oftast skráð á sérstök blöð (39%) eða í tölvu (30%). Þátttakendur telja markmið innra mats vera að það leiði af sér betra og faglegra starf sem er í stöðugri þróun. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að allir þátttakendurnir (100%) eru sammála um að innra mat sé mikilvægt, sem og að þeim þykir mikilvægt að bæði foreldrar (93%) og börn (75%) taki þátt í matinu. Þátttakendurnir nefna að helstu aðferðir sem þeir nýta við innra mat séu staðlaðir matslistar, umræður, kannanir og endurmat. Í 93% tilfella telja þátttakendur að innra mat sé nýtt til umbóta og 90% þeirra telja einnig að það hafi áhrif á skólaþróun í leikskóla þeirra. Þegar kom að því að svara spurningunni um hvað það væri helst sem hindraði framkvæmd innra mats taldi meirihluti þátttakenda (56%) að tímaskorti væri að stórum hluti að kenna.
  Kennarar og aðrir leikskólastarfsmenn ættu að geta notað þessa rannsókn til að læra meira um innra mat og mikilvægi þess, tilgang þess og hverjum það þjónar. Kennarar ættu jafnframt að geta notað niðurstöðurnar til að öðlast vitneskju um fleiri aðferðir sem hægt er að nota í innra mati.

Accepted: 
 • Jun 28, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28522


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Yfirlýsing.pdf205.77 kBLockedYfirlýsingPDF
HelgaM_innra mat i leikskolum.pdf1.38 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Heimildaskrá.pdf362.91 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open