is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28523

Titill: 
  • „Ekki eins flókið og fólk hélt fyrst" Samvirkni í stefnumótun um þróunar- og umbótastarf
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stefnumótun um skólastarf er mikilvægt en flókið verkefni sem krefst markvissra vinnubragða og samvinnu, svo innleiðing stefnunnar beri árangur. Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast skilning og þekkingu á því hvernig þrjú sveitarfélög, skólaskrifstofur þeirra og skólar vinna að stefnumótun um skólamál. Kastljósinu var beint að áhrifum stefnumótunar sveitarfélaga á þróunar– og umbótastarf í skólum og hvernig samræmi í stefnumótun fræðsluumdæmis, skóla og kennara getur styrkt skólastarfið.
    Í rannsókninni var gengið út frá kenningum Cowan, Joyner og Beckwith (2012), Fullan (2010) og Hargreaves og Shirley (2012) sem hvetja til heildtækrar nálgunar til umbóta og eflingar forystu kennara svo drifkraftur þeirra og þekking nýtist í skólaþróun. Heildtæk nálgun tekur mið af viðmiðum, námskrá, kennsluháttum, þekkingu kennara sem og öllu öðru sem snertir skólastarfið. Slík vinnubrögð stuðla að samvirkni (e. coherence) alls þess sem hefur áhrif á skólastarfið og virka sem samverkandi afl þeirra sem vinna að sama markmiði (Fullan og Hargreaves, 2016).
    Gagna var aflað með viðtölum við fræðslustjóra þriggja sveitarfélaga, skólastjóra og þróunarteymi þriggja skóla sömu sveitarfélaga. Önnur gögn voru skólastefnur sveitarfélaga og skóla. Gögnin voru skoðuð með tilliti til þriggja þátta: (1) Skoðað var hvernig skólastefnan verður til, (2) hvaða aðferðir eru notaðar við innleiðingu hennar og (3) hvernig stefnan skilar sér inn í skólastarfið.
    Í niðurstöðum kom fram að meiri líkur voru á samvirkni í þróunar- og umbótastarfi, þar sem var unnið eftir hugmyndafræði um faglegt lærdómssamfélag, stjórnendur veittu faglega forystu, kennarar voru hafðir með í ráðum og samskipti skólans við skólaskrifstofu og fræðslustjóra byggðu á trausti og fagmennsku. Niðurstöður sýndu að slík vinnubrögð ýttu undir heildtæka nálgun til umbóta og stuðluðu að samvirkni milli fræðsluyfirvalda og skóla sem jók líkur á því að þróunarstarfið leiddi til varanlegra breytinga. Niðurstöður ættu að geta komið sér vel fyrir skólamálayfirvöld, skólaskrifstofur og skóla og vera frekari hvatning til samvinnu og vinnubragða sem ýta undir árangursríka skólaþróun.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Sigríður_ÞórsdóttirMA.pdf1,13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf398,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF