en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28524

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvaða starf klæðir þig : karlar í stétt sjúkraliða
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þetta verk er eigindleg rannsóknarritgerð þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við átta karla sem allir eru menntaðir sjúkraliðar og, hafa unnið eða vinna enn sem slíkir. Rannsóknarspurningin er „Hver er reynsla karla af sjúkraliðanámi og starfi? Og undirspurningar: Hvers vegna velja karlar sjúkraliðanám og starf? Hvaða áskoranir og tækifæri mæta körlum í námi og starfi sjúkraliða? Hver eru viðhorf karlkyns sjúkraliða til fjölgunar karla innan stéttarinnar?“. Rannsóknin hefur kynjafræðilegt gildi og er liður í að sýna upplifun karla innan starfsvettvangs þar sem konur eru í meirihluta. Í henni er bent á kynjahalla stéttarinnar og velt upp spurningunni um hvort rétt sé að fjölga körlum innan stéttarinnar eða hvetja þá til að líta á sjúkraliðastarfið sem raunhæfan kost. Markmiðið var að leita eftir sameiginlegum þemum sem gæfu mynd af reynslu karla af námi og starfi innan kvennastéttar. Ritgerðin byrjar á kynjafræðilegri umræðu þar sem horft er til rannsókna á kynjakerfinu, kynhlutverkum og karlmennsku. Fjallað er um kynhlutverk innan heimila auk karla í kvennastörfum og kvenna í karlastörfum; sjúkraliða hérlendis og erlendis; sjúkraliðamenntunin á Íslandi, og starfið sjálft. Rannsóknir frá Evrópu og Bandaríkjunum sýna að karlar í kvennastörfum lenda oft í erfiðleikum vegna starfsvals og upplifa fordóma. Þeim er ekki talið eðlislægt að vera umhyggjusamir og hafa þurft að sanna að þeir búi yfir sama tilfinningaskala og konur. Rannsóknarniðurstöðurnar voru flokkaðar í fjögur þemu: Í fyrsta lagi, bakgrunn viðmælenda, sem sýndu að ástæður námsvals voru mismunandi. Í öðru lagi, hvernig er að starfa sem karlkyns sjúkraliði, og mikilvægi þess að gera ráð fyrir körlum í starfi, ábyrgð og launamál. Í þriðja lagi, fordóma sem allir höfðu upplifað en gerðu lítið úr. Og loks í fjórða lagi, fjölgun karla í sjúkraliðastéttinni en viðmælendur voru sammála um að það væri verðugt verkefni. Þeir nefndu atriði eins og laun, menntun, ábyrgð og framamöguleika auk viðhorfsbreytinga í samfélaginu. Niðurstöður eru innlegg í umræðu um kynjaskiptingu starfa og námsval einstaklinga. Þær geta einnig stutt frekari rannsóknir á kynjakerfinu og gefið til kynna hvernig fastmótaðar staðalmyndir kynjanna hafa gjarna áhrif á náms og starfsval einstaklinga.

  • Abstract is in Icelandic

    This project is a qualitative research dissertation where individual interviews were conducted with eight males all of whom are trained and certified practical nurse and have either worked or are working as such. The research question is: What is the male experience of training and work as a practical nurse? Auxiliary questions were: Why do males choose to train and work as practical nurse? What are the challenges and opportunities faced by males in training and work as a practical nurse? What is the attitude of male practical nurses to an increased number of males joining the profession? The research is of value to gender studies, as it demonstrates male attitudes and experiences regarding a female-dominated profession. The research draws attention to gender imbalance within the profession and poses the question whether this is the appropriate time to increase the number of males in the profession, or encourage them to regard it as a realistic option. The aim of the research is to seek common themes which would provide information as to men’s experience of training and work in a profession dominated by women. The dissertation opens with a discussion relating to gender studies with a special interest in research on patriarchy, gender roles and masculinity. The dissertation considers gender roles in the home, as well as the topic of men in women’s jobs and women in men’s jobs; certified nursing assistants in Iceland and abroad; the training and work of nursing assistants in Iceland. Research from Europe and the United States shows that men in women’s occupations often have problems about choose of career and experience prejudice. It is not regarded to be in their nature to be caring and they have had to prove that their range of emotions is comparable to that of women. The conclusions of the research were classified per four themes: Firstly, the background of the interviewees, which showed divergent reasons for choice of study. Secondly, how it feels to work as a male practical nurse and the importance of including men in the occupation, responsibilities and salary-related issues. Thirdly, prejudice which everyone had experienced, but was regarded as a minor matter. And finally, in the fourth place, the growing number of men in the profession of practical nurses; all the interviewees agreed that this was a matter of considerable importance. The respondents mentioned such issues as salaries, education, responsibilities and promotion opportunities as well as changing social attitudes. The conclusions of the research may be a contribution to the discourse on occupational gender division and individual study choices. Furthermore, the conclusions can support further research on the patriarchal system and indicate how gender stereotypes are likely to influence individual career and study choices.

Accepted: 
  • Jun 28, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28524


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hvaða starf klæðir þig^.pdf987.54 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Hermína_2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16+$00281$0029.pdf166.24 kBLockedYfirlýsingPDF