is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28525

Titill: 
 • Blakþjálfun : skipulag æfinga- og keppnistímabils í blaki á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Árangurstengd markmið íþróttaþjálfara krefjast skipulags. Tímabilaskipting í áætlanagerð gefur þjálfurum betri mynd á uppbyggingu þjálfunarinnar við gerð ársáætlana og þannig verður betri yfirsýn yfir þau verkefni sem fyrir liggja í þjálfuninni innan sem utan vallar. Mikilvægi tímabilaskiptingar snýr einkum að tímasetningu hámörkunar á afkastagetu leikmanna. Þrepaskipt álagsstýring veitir þjálfurum tækifæri til að stýra álagi út frá keppni og koma í veg fyrir að leikmenn lendi í of lítilli eða ofþjálfun. Með fyrrgreind markmið í huga skal framsetning áætlanagerðar miðast við ákveðin þjálfunarlögmál sem tengjast þáttum á borði við tíðni æfinga, æfingamagn og ákefð. Verkefni þetta er gert með það að markmiði að efla tímabilaskiptingu blakþjálfunar á Íslandi og kynna þjálfunar möguleika á notkun þeirra aðferða.
  Margir fræðimenn hafa fjallað um tímabilaskiptingu og er þeirra fremstur Tudor O. Bompa. Hann hefur ritað margar heimildir í formi fræðirita og bóka um tímabilaskiptingu í íþróttaþjálfun og er forgrunnur ritgerðarinnar byggður á bók hans Periodization (2009). Rætt er um fræðilegar og faglegar undirstöður tímabilaskiptingar og tengingar þeirra við þjálfunarlífeðlisfræðilega þætti í þessu verkefni. Hugtök í tímabilaskiptingum eru kynnt og sýnd dæmi um hvernig stýra má slíkri skiptingu út frá álagsþáttum þjálfunarinnar. Rætt er um heildarársáætlun út frá tvískiptu blaktímabili líkt og leikið er hér heima, jafnt fyrir leikmenn félagsliða sem og landsliðsmenn og farið í skiptingu milli undirbúnings og keppnistímabils.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Performance related goals in sports demand organisation. Periodization in training plans gives the coach a clearer picture of the structure of the annual training plan and thus a better overview of the training tasks over the course of the season, both on and off the court. The importance of an annual training plan lies mostly in timing the tapering moments so the athlete can attain peak performance at the right time during the competition. Building up the training plan step by step can increase the likelihood of the coach controlling the training volume during the competition and help overcome the risk of overtraining. By making such goals, the coach can base the annual training plan on the demands of training laws, which are connected to timing of the practice, training volume, and training intensity. The goal of this report is to facilitate the use of annual training plans within the volleyball community in Iceland.
  Many scholars have written about periodization, and Tudor O. Bompa is one of the foremost experts in the field. He has written many articles and books about periodization in competitive sports, but the core of this report is based on his book Periodization (2009). Part of this report reviews theoretical and technical ideas of periodization and their conflict with training physiology. Concepts of annual training plans, macro training plans and micro training plans are presented, as well as examples of how to construct them based on training emphases. An annual training plan is then presented, based on the Icelandic two-part season, which can serve both for club players and national team players, both during pre-season and the league competition.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hilmar Sigurjónsson _yfirlýsing.pdf428.22 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hilmar_Sigurjonsson_Blakþjálfun-Skipulag æfinga- og keppnistímabils í Blaki BEd.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna