Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28526
Í þessu meistaraverkefni er fjallað um snjallsímanotkun nemenda í framhaldsskólum með það að markmiði að varpa ljósi á hvernig notkun þeirra er í námi. Athugað var hvernig og hvort að nemendur noti snjallsímann sér til hagsbóta í kennslustundum, námi og tómstundum ásamt því að skoða hvort að notkun slíkra tækja hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á námsframvindu ungmenna. Skoðað var hvernig kennarar hafa tekið á snjallsímanotkun nemenda. Sú rannsóknarspurning sem leitað var svara við er: Hvernig hefur notkun unglinga á snjallsímum í tveimur framhaldsskólum á Íslandi áhrif á nám þeirra og þátttöku í frístundum? Rannsóknin var tilviksrannsókn sem byggð var á vettvangsheimsóknum. Skoðaðir voru tveir framhaldsskólar á landinu, annar á höfuðborgarsvæðinu og hinn á landsbyggðinni. Fylgst var með tveimur áföngum í hvorum skóla í fjögur til fimm skipti, viðtal tekið við kennara og að lokum myndaður rýnihópur nemenda á aldrinum 18-20 ára úr hverjum áfanga. Í verkefninu eru skoðaðar rannsóknir sem gerðar hafa verið á nemendum og hvernig snjallsímanotkun hefur þróast á stuttum tíma. Fjallað er meðal annars um hugtökin árátta (e. compulsive) og fíkn (e. addiction) í tengslum við snjallsímanotkun. Einnig er tekið á sjálfstjórn ungmenna sem og breytingum sem orðið hafa í samskiptaleiðum ásamt kennsluháttum framhaldsskólakennara. Niðurstöður benda til þess að snjallsímanotkun nemenda sé töluverð í skólastofunni og það þrátt fyrir að hún sé þar bönnuð, sem er í samræmi við erlendar rannsóknir. Það sama er hægt að segja um frítíma en þó virðist notkunin takmörkuð í skipulögðum tómstundum. Kennarar taka mishart á símanotkun nemenda enda um fljótandi reglu að ræða og virðist aldur kennara spila þar inn í og kom það fram bæði í viðtölum við kennara sem og nemendur. Símanotkun virðist þó minni þegar kennarar leggja mikla áherslu á að slík notkun sé bönnuð og reglur eru samdar í samvinnu við nemendur. Það færist í vöxt að kennarar leyfi oft á tíðum nemendum að nota síma sína í verkefni og eru smáforrit sem tengjast kennslunni beint að verða vinsælli.
This master’s thesis is about upper secondary school students’ usage of smartphones with the aim to highlight how smartphones are being used for their studies. What was examined was whether and how students used their smartphones to benefit lessons, study and leisure, in addition whether the usage of such devices have positive or negative impact on their educational progress. The teachers approach regarding the usage of smartphones, whether welcomed or banished, was also examined. This study will address the follow research question: How does smartphone usage of teenagers from two Icelandic upper secondary schools effect their studies and participation in leisure activities? The study was a case study based on site visits. Two schools were included, one in the capital region and the other outside of the capitol region. Two classes were followed in each school for four to five times each, the teachers were interviewed and finally a focus group was formed with students aged between 18-20 from each class. The project investigates studies that have been conducted on students and their smartphone usage and how this has evolved over a brief period of time. Discussions of the concepts compulsiveness and addiction regarding smartphone usage are likewise included. Additionally, included are discussions of the autonomy of students and the changes that have taken place in communication paths along with teaching methods. The results indicate that the usage of smartphones by students are significant in the classroom, even though it is prohibited, these results are consistent with foreign studies. The same can be said about the usage during their spare time, although it is found that the usage is restricted during structured leisure activities. Teachers are diverse when it comes to disciplining regarding smartphone usage, especially as the rules are non-specific and it seems that the teachers age also plays a role, this was confirmed in both teacher and student interviews. However, phone usage seems less when teachers strongly emphasize that such use is prohibited and rules are formulated in cooperation with the students. There is an increase of teachers allowing students to use their smartphones for projects and mobile apps that relate to the curriculum are becoming more popular.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 223,12 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
HjaltiEnok_Kennarar_eiga_ad_vera_trudar.pdf | 1,64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |