is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28528

Titill: 
  • Náttúrulegt umhverfi og börn : áhrif náttúrulegs umhverfis á frjálsan leik barna og þroska þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í dag komast börn í minni snertingu við náttúruna vegna breytinga í samfélaginu og færri tækifæra. Hætt er við að þau missi af ákveðnum þroskatækifærum vegna þessa.
    Í þessari ritgerð er leitast við að svara því hvaða áhrif náttúrulegt umhverfi getur haft á þroska barna og á frjálsan leik þeirra. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er frjáls leikur barna skilgreindur og hvaða þroskatækifæri slíkur leikur býður upp á. Í seinni hluta hennar verða athuguð þau tækifæri sem náttúrulegt umhverfi gefur til þroska og leiks.
    Upplýsingum úr fjölda rannsókna um tengsl náttúrulegs umhverfis og þroska barna og leiks var aflað við gerð þessarar ritgerðar. Helstu niðurstöður eru að náttúrulegt umhverfi hefur hvetjandi áhrif á leik barna, þau sýna meiri fjölbreytni í leik sínum, þau leika sér lengur og minna er um aðgerðarleysi. Einnig hefur náttúrulegt umhverfi jákvæð áhrif á þroska þeirra varðandi hreyfingu og líkamlegt heilbrigði, félagsþroska, athygli og sjálfstjórn, andlega vellíðan, samkennd og umhverfisvitund.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf127.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF
HlínP_B.ed_Lokaritgerð.pdf862.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna