is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28529

Titill: 
  • „Jæja, er þetta ekki orðið gott?“ : hvernig geta uppeldishættir uppalenda haft áhrif á tölvunotkun ungmenna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er hefðbundin rannsóknarritgerð og verður litið til nýlegra rannsókna sem hafa verið gerðar á tölvunotkun ungmenna og kenningum Baumrind um uppeldishætti foreldra. Markmið okkar er að sýna hvaða áhrif uppeldishættir uppalenda geta haft á tölvunotkun ungmenna og hvetja til umræðu milli uppalenda og ungmenna um mikilvægi góðra uppeldishátta og skynsamlegrar tölvunotkunar. Einnig er stefnt að því að fræða ungmenni og uppalendur um skaðsemina sem óhófleg tölvunotkun getur haft í för með sér. Tölvunotkun getur ekki aðeins haft líkamleg áhrif á einstaklinginn heldur einnig andleg áhrif.
    Helstu niðurstöður eru að uppalendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að tölvunotkun barna þeirra og ungmenna. Einnig varpa þær ljósi á að uppeldishættir uppalenda geta haft víðfeðm áhrif. Uppalendur ættu að hafa reglur og skýr mörk þegar kemur að tölvunotkun ungmenna, sem er á meðal þeirra einkenna sem leiðandi og skipandi uppeldishættir bera með sér. Góð samskipti milli uppalenda og ungmenna skipta máli.

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð_2017-Ásta-Rós-og-Hrafnhildur-Erla.pdf413,73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hrafnhildur Erla og Ásta Rós yfirlýsing.pdf391,46 kBLokaðurYfirlýsingPDF