is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28530

Titill: 
  • Áhrif snjalltækja á félagsleg samskipti barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Snjalltækjanotkun er tiltölulega nýtt fyrirbæri, en einungis tíu ár eru síðan fyrstu snjallsímarnir komu á markað. Börn og unglingar hafa tekið þessari tækni fagnandi, en foreldrar, kennarar og aðrir sem bera velferð barna fyrir brjósti hafa verið uggandi yfir því hvaða áhrif þessi nýlega tækni geti haft á heilsufar barna.
    Tilgangur verkefnisins er að skoða hvaða áhrif snjalltæki hafa á félagsleg samskipti barna. Með tilkomu snjalltækjanna hefur mikill hluti samskiptanna færst yfir á netið, en lítið verið rannsakað hvaða áhrif það hefur. Sú gagnvirka tækni sem snjalltækin búa yfir virðist gera þau meira ávanabindandi heldur en aðrar tölvur.
    Mörg börn og unglingar eru nettengd allan sólarhringinn og hefur það neikvæð áhrif á nætursvefn þeirra. Samkvæmt niðurstöðum kjósa börn og unglingar oft á tíðum að eiga samskipti við félagana á samskiptasíðum, frekar en í raunveruleikanum. Ekki er óalgengt að börn séu með aðgang að slíkum síðum, þrátt fyrir að hafa hvorki aldur né þroska til. Mörgum unglingum finnst auðveldara að tjá tilfinningar sínar á netinu og telja sig vera í betri samskiptum við vini sína í gegnum netið. Af þessum sökum, virðist hafa dregið úr ferðum þeirra á kaffihús, í bíó og partýhöld eru sjaldgæfari .

Samþykkt: 
  • 28.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Hrafnhildur V..pdf968.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf412.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF