is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28532

Titill: 
 • Námsefnisnotkun í myndmennt
 • Titill er á ensku Educational materials for art in elementary schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Myndmenntarkennarar þurfa að koma á móts við markmið Aðalnámskrár grunnskóla. Þeir þurfa því að vanda val á því námsefni sem þeir nota við kennslu. Markmið þessarar rannsóknar voru að kanna hvers konar námsefni myndmenntarkennarar nota í íslenskum grunnskólum til að mæta markmiðum aðalnámskrár og hvort tækifæri samtímans um framsetningu séu nýtt. Rannsóknin notast bæði við eigindlegar og megindlegar aðferðir. Veflæg spurningakönnun, sem send var í alla grunnskóla, veitti höfundi yfirsýn á landsvísu og viðtöl gáfu til kynna hvernig kennarar velja og nota námsefni og leiddu í ljós viðhorf þeirra til námsefnisgerðar.
  Niðurstöðurnar sýna að myndmenntarkennara skortir viðeigandi námsefni og búa því til sitt eigið. Kennarar telja að Aðalnámskrá grunnskóla geri of miklar kröfur til nemenda miðað við það námsefni, sem er í boði, og tímann sem greinin fær úthlutað. Rannsóknin sýnir jafnframt að námsefnið, sem stendur myndmenntarkennslu til boða, telst ekki mæta að fullu kröfum Aðalnámskrár grunnskóla. Kennarar, sem sinna myndmenntarkennslu, hafa ólíkan bakgrunn og reynslu sem hefur áhrif á kennsluhætti þeirra og viðhorf til námsefnisnotkunar. Í fámennum sveitarfélögum þurfa kennarar, sem skortir sérfræðiþekkingu og reynslu í greininni, oft að sinna myndmenntarkennslu. Nauðsyn er að koma til móts við þennan ólíka bakgrunn myndmenntarkennara með útgáfu fjölbreytts námsefnis með nútímalegri framsetningu. Enn fremur þarf í kennaramenntuninni að þjálfa kennara í námsefnisgerð til að auka gæði myndmenntarkennslu innan grunnskólans.

 • Útdráttur er á ensku

  Elementary art teachers must fulfil the aims of the Icelandic National Curriculum. Teachers must be resourceful in finding materials to utilize in the classroom. The main focus of this research was to explore what and how Icelandic elementary art teachers use educational materials to meet the goals set in the National Curriculum and whether it is presented in a modern fashion. In this study both qualitative and quantitative methods are used. An internet survey sent to all Icelandic elementary schools generated a nationwide overview, while a few interviews offered insight into how teachers choose and use educational materials and gave information of their attitudes toward creating educational materials.
  The results indicate that art teachers lack appropriate educational materials and, therefore, create their own. Teachers believe that the National Curriculum demands too much from students given the lack of material and time allocated. The results also show that teachers believe that the educational materials available for art do not fully meet the needs of the present National Curriculum in Iceland. Not only art teachers teach art in elementary schools in Iceland, and therefore the teachers have diverse backgrounds and experiences which influence their teaching and attitudes toward teaching materials. In rural schools, general educators without specialized knowledge and experience in art, must deliver effective teaching in the subject. Effective and modern educational materials are needed to compensate for this diversity. Furthermore, teacher education must provide training in the creation of educational materials to increase the overall quality of art education.

Samþykkt: 
 • 28.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NamsefnimyndmenntHrefna.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing HDS5.pdf155.35 kBLokaðurFylgiskjölPDF